Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 246
245
Það er með öðrum orðum fátt sem bendir til annars en að það hafi
verið Guðni sjálfur (auk Bjarna) sem hafi lagt til öll gögn og sín sjónarmið
þegar greinargerðir háskólamannanna voru gerðar. Auðvitað fékk hann
þau viðbrögð sem hann vildi þegar hann sjálfur stjórnaði allri atburðarás-
inni. Vantrúarfólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að koma sínum málstað
á framfæri og hljóta þessi vinnubrögð að rýra stórlega gildi framburðar
þessa háskólafólks. Ég tek þó fram og legg á það þunga áherslu að ég er alls
ekki að efast um heilindi þessa fólks, hvorki nemenda Bjarna né annarra,
heldur einungis að benda á annmarka á því hvernig þessi gögn urðu til.
Framburður þess háskólafólks sem gerði þessar greinargerðir er af ofan-
greindum sökum einfaldlega ekki marktækur – og er hann eitt af aðalatrið-
unum í grein Guðna í TMM.60
Í áðurnefndri greinargerð Bjarna er svo annar lengri listi af köpuryrð-
um og illmælgi sem hann tók saman. Það var meðal annars þessi listi sem
ég gagnrýndi hvað mest í upphaflegum athugasemdum mínum við grein
Guðna í Tímariti Máls og menningar og svarar hann sumu af því í grein
sinni í Ritröð Guðfræðistofnunar en þó alls ekki öllu. Hér eru nokkur dæmi
um slæleg akademísk vinnubrögð sem ég tiltók í upphaflegum athuga-
semdum mínum – dæmi sem Guðni hunsar algjörlega í nýrri greinum
sínum þrátt fyrir að vita af gagnrýninni. Vinnubrögð Bjarna eru hin sömu
og fyrr: Allt er tínt til án þess sé gætt að rétt sé farið með:
(1) Matthías er sagður hafa kallað Árna Svan Daníelsson brjálæðing.
Rétt er að hann sagði að hann væri brjálaður – í merkingunni
reiður – en hann hafði einmitt látið fylgja með hlekk á mynd-
band þar sem Árni þóttist vera reiður.61
(2) Óli Gneisti er sagður hafa sagt að Karl Sigurbjörnsson væri lélegur
biskup. Rétt er að Óli vitnaði í biskup sjálfan þar sem hann sagði
um sjálfan sig að hann væri lélegasti biskup Íslandssögunnar, og
það sem meira er, Óli tók ekki undir með honum.62
60 Hér mætti líka koma fram að ofangreind gagnrýni mín á þennan málflutning Guðna
var með því helsta sem ég kom á framfæri við hann í Facebook-athugasemdunum
sem urðu uppspretta þessara skrifa – samt sá hann ekki ástæðu til minnast á þetta
einu orði í nýrri greinum sínum. Varla hefur það verið af plássleysi!
61 Sjá Matthías Ásgeirsson, „Akademískur „brjálæðingur““, orvitinn.com, 7. júlí 2011,
sótt 15. september af http://www.orvitinn.com/2011/07/07/12.15/.
62 Óli Gneisti Sóleyjarson, „Lélegasti biskupinn“, vantru.is, 19. október 2004, sótt
15. september 2015 af http://www.vantru.is/2004/10/19/00.00/
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR