Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 13
12
Í menningarheimi sem einkennist af kynferðisskilningi ars erotica lítur
klámhugtakið ankannalega út, því þau einkenni sem talin voru upp í inn-
gangi og hafa verið notuð til að skilgreina klám eru alls staðar – og því
raunar hvergi. Nekt var til dæmis hluti af hinu opinbera rými í fornöld.
Nekt karlmanna þótti fullkomlega sjálfsögð í almannarými í Grikklandi
til forna; í Róm var nauðsynlegt að vera klæddur á götum úti, en nekt var
sjálfsögð í baðhúsum og við margskonar íþróttaiðkun.10 Þótt nekt kvenna
væri bönnuð í almannarýminu í bæði Grikklandi og Róm, þá voru fram-
setningar á hinum nakta kvenlíkama sjálfsagðar í sama rými (á styttum,
á veggmyndum o.s.frv.)11 Hinn nakti líkami beggja kynja var þannig á
einn eða annan hátt hluti af hinni daglegu götumynd, hvort sem það var
í gegnum framsetningar á líkömum samborgaranna eða með líkömunum
sjálfum.12 Þetta flækir strax allar tilraunir til að kenna framsetningu nak-
inna líkama til forna við klám.
Ef við lítum nánar á hinn nakta líkama, þá er það í dag talið merki um
klám að sýna typpi í reisn frekar en í hvíld, enda þykir það benda til þeirrar
kynörvunar sem klám er talið miða að.13 Það á heldur alls ekki við til forna,
þegar uppreistar typpastyttur voru bornar um í trúarlegum skrúðgöngum,
styttur af standpíndum Hermesi stóðu við hvert götuhorn og frjósemis-
guðinn með risatyppið, Príapus, var dýrkaður.14 Ekki er heldur hægt að
Books, 1985, bls. 97–139; Michel Foucault, The Care of the Self: Volume 3 of the
History of Sexuality, þýð. Robert Hurley, New York: vintage Books, 1988, bls.
97–144.
10 Simon Goldhill, Love, Sex & Tragedy: How the Ancient World Shapes our Lives,
Chicago: University of Chicago Press, 2004, bls. 11–28.
11 Sjá sérstaklega Evu C. Keuls, The Reign of the Phallus: Sexual Politics in Ancient
Athens, 2. útg., Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press,
1985, bls. 153–228. Hér verður að hafa í huga að í fornöldinni var almannarýmið
sterkt kynjað; karlmenn áttu að eyða deginum úti við, öllum sýnilegir, en konum var
gert að dvelja meirihluta dagsins innan veggja heimilisins. Sjá Sarah B. Pomeroy,
Goddesses, Whores, Wives & Slaves: Women in Classical Antiquity, London: Robert
Hale & Company, 1975, bls. 79–92.
12 Hvað Róm varðar, sjá Molly Myerowitz, „The Domestication of Desire: Ovid’s
Parva Tabella and the Theater of Love“, Pornography and Representation, bls. 131–
157; hvað Grikkland varðar sjá Robert F. Sutton Jr., „Pornography and Persuasion
on Attic Pottery“ í sömu bók, bls. 3–35.
13 Það er til dæmis vinnuregla í bresku sjónvarpi að typpi í reisn megi aldrei sýna, þótt
önnur nekt leyfist ef útvarpað er seint um kvöld. Sjá Simon Goldhill, Love, Sex &
Tragedy, bls. 29.
14 Sjá Evu Keuls, Reign of the Phallus, bls. 65–97 og Simon Goldhill, Love, Sex &
Tragedy, bls. 29–38.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON