Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 69

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 69
68 klámi, en það er áberandi að aðallega er um að ræða kvenleikkonur, því karlar virðast varla til staðar. Þannig endurspeglar dýraklámið annað klám á nokkuð furðulegan hátt, líkt og hinn mennski karl hafi verið klipptur út og karldýr af annarri tegund sett inn í staðinn. Konur sjást fyrst og fremst sjúga getnaðarlimi annarra dýra (aðallega hunda og hesta) eða að láta karldýrin ríða sér, bæði í leggöng og endaþarm. Einnig er mikið um dýr að sleikja kynfæri konunnar og jafnvel heilu síðurnar tileinkaðar konum að fá yfir sig sæðisgusur úr karldýrunum, einna helst hestum. Efnið endurspeglar þannig annað meginstraumsklám, tæknilega og sjónrænt séð, og stigveldið á milli ráðandi karlmanns og hlutgerðrar konu, þótt dýrategundin kunni að vera önnur. En einfaldur samanburður á milli hlutgervingar í meginstraumsk- lámi og hlutgervingar í dýraklámi gerir efninu ekki nógu góð skil, vegna þess að slík nálgun lítur framhjá afbrigðileika dýraklámsins og aðdráttar- aflinu sem liggur þar að baki. Í raun virðist hlutverk dýrsins nánast vera aukahlutverk og aðalatriðið vera hneykslisgildið, staðfestingin á því að verið sé að ferðast djúpt ofan í mestu bannhelgi samfélagsins. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í félagsfræðilegri rannsókn Roberts E. Jenkins og Alexanders R. Thomas frá 2003, gefin út undir titlinum „Deviance Online: Portrayals of Bestiality on the internet“ árið 2004. Þar er dýraklám greint út frá sjónarhorni afbrigðilegrar hegðunar og höfundar segjast hafa valið efnið fyrst og fremst vegna þess að það markar „rof á félagslegri bannhelgi gagnvart kynferðislegum tengslum við aðrar dýra- tegundir“.27 Nálgun Jenkins og Thomas snýst því ekki um að skoða hug- myndafræði dýrhneigðra, þótt könnunin komi stuttlega inn á það, held- ur frekar hvernig klámið birtist sem menningarkimi á netinu og hvernig efnið er framreitt og markaðssett fyrir neytendur afbrigðilegs kláms. Höfundarnir setja dýraklámið í samhengi við samfélagslega uppbyggingu á netinu, einkum út frá því hvernig samskipti byggja ekki á sömu pers- ónulegu nánd og í raunveruleikanum, því í vefheimum stendur fólk ekki lengur augliti til auglitis, heldur á í samskiptum í gegnum ákveðna dulu. Þetta gerir að verkum að hópar sem ættu afar erfitt með að myndast og endast í raunveruleikanum geta tekið sig saman á netinu á mun stærri skala en gæti nokkurn tímann átt sér stað utan þess, því vefurinn tengir saman 27 „A violation of social taboos prohibiting sexual contact with members of another species.“ Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online: Portrayals of Bestiality on the internet“, Centre for Social Science Research, Oneonta, NY: State University of New York, 2004, sótt 26. maí 2016 af http://www.oneonta.edu/ academics/ssr/publications/2004/2004Deviance.pdf, bls. 1. GunnAR ThEodóR EGGERTSSon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.