Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 201
200
í annan. Hér er þvingunin í skipuninni til hennar um að fara inn í hann.
Eftir þættina sem snúast um þvingaðar endaþarmssleikingar (en hver
og einn þeirra krefst nýrrar stellingar og fylgja nýjar skipanir) beinist
atriðið að totti – og lýkur síðan skyndilega. Síðasta hluta myndarinnar
lýkur ekki; fullnægingu er ekki náð; árásin og myndefnið taka ótímabæran
enda. Atriðið fær enga lausn. Það tekur öllu heldur enda á því andartaki
sem flækjan kemur til sögunnar, það er að segja, það varir um óákveð-
inn tíma, það er varðveitt í miðjum klíðum. Tilgangur þessa atriðis er
innrásin sjálf – ekki lausn eða takmark. Önnur alræmd framleiðsluafurð
Extreme Associates, Löðrungagleði-serían sem ég vísaði til fyrr í kaflanum,
einkennist einnig af áhrifamiklum formvanda rofsins, sem stafar yfirleitt af
örmögnun kvennanna sem er verið að kokríða, slá eða kyrkja, eða vegna
þess að þær kúgast. Hins vegar eru þær myndir að öðru leyti mjög reglu-
bundnar og skipulegar í forminu; þær byggjast á þéttum spíral endurtekn-
inga og hver hluti inniheldur hinar snyrtilegu og endanlegu lyktir sáðláts í
andlitið sem táknar fin og eru svo kunnuglegar úr gonsóklámi. Takmarkið,
aðalsmerki klámsins, ræður enn ríkjum. Jafnvel í berbakskláminu sem Tim
Dean hefur rannsakað – þar sem ögrunin krefst innvortis, það er að segja
ósýnilegs, sáðláts – sýnir það sem Dean kallar „öfuga skvettiskotið“, af
sæði sem lekur út úr endaþarmi, að endanum hefur verið náð, að fullnæg-
ing átti sér stað.22 Frávik Innbrots frá þessari reglu er sláandi brot á lögmál-
um greinarinnar; myndin er trufluð, ókláruð, (spólan) tekin út of fljótt, og
það er grófasta klippingin í myndinni. Í miðjum þvinguðum endaþarms-
sleikingum, í miðjum munnmökum, áður en nokkur fullnæging á sér stað,
áður en nokkurt morð á sér stað – í síðasta atriðinu er enginn rammi. Rétt
eins og í tilfelli árásarinnar sem heldur áfram handan við leiftur mynd-
truflananna og blámans sem rjúfa annan hluta kvikmyndarinnar heldur
þessi árás áfram löngu eftir að það er búið að klippa. Frávikið frá greininni
er merkilegt vegna þess að myndin tekur formlegt rof fram yfir hámarks-
sýnileika.
Hins vegar er lokaatriðið fullkomlega rökrétt ef það er skoðað í öðru
22 Sjá Tim Dean, Unlimited Intimacy, 131–38. [Í bók sinni Takmarkalaus nánd. Hug-
leiðingar um menningarkima berbaksreiða (e. Unlimited Intimacy. Reflections on the
Subculture of Barebacking) fjallar Tim Dean um þá meðvituðu áhættukynhegðun
karlmanna sem hefur verið kennd við að „ríða berbakt“, það er að segja að hafa
samfarir við aðra karlmenn án smokks. Dean fjallar ekki um berbaksreiðarnar sem
samfélagslegt eða siðferðislegt vandamál heldur sem verðugt rannsóknarefni í sjálfu
sér, en það er nálgun sem hefur ákveðinn skyldleika við nálgun Eugenie Brinkema
í þessari grein.]
EuGEniE BRinKEMA