Skírnir - 01.04.2002, Page 17
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 11
ákvað Alþingi að íslendingar hefðu konungsvaldið og meðferð
utanríkismála með höndum um óákveðinn tíma.
Engin breyting varð á stjórnskipun landsins við hernám Breta
hinn 10. maí 1940. Breski herinn hafði þó eftirlit með öllum sam-
skiptum við útlönd og fylgdist einnig með öllum fréttaflutningi og
blaðaskrifum. Hinn 17. maí árið 1941 samþykkti Alþingi eftir-
farandi ályktanir:
Alþingi ályktar að lýsa því yfir:
að það telur Island hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan-
mörku, þar sem ísland hefur þegar orðið að taka í sínar hendur meðferð
allra sinna mála, enda hefur Danmörk ekki getað farið með þau mál, sem
hún tók að sér að fara með í umboði íslands með sambandssamningi ís-
lands og Danmerkur frá 1918.
að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á Sambands-
lagasáttmálanum við Danmörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært,
vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og end-
anlegri stjórnskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til
styrjaldarloka.6
Alþingi ályktar að kjósa ríkisstjóra til eins árs í senn, sem fari með það
vald, er ráðuneyti Islands var falið með ályktun Alþingis hinn 10. apríl
1940, um æðra vald í málefnum ríkisins.7
Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofn-
að á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega
slitið.8
Með þessum ályktunum var sambandinu við Danmörku í raun
slitið og jafnframt ákveðið að stofna lýðveldi. Konungsvaldið var
tímabundið falið nýjum þjóðhöfðingja, ríkisstjóra Islands. Al-
þingi kaus Svein Björnsson sem fyrsta innlenda þjóðhöfðingjann.
Þar með hófst tími undirbúnings og ákvarðana um sambandsslit
og stjórnarskrá hins nýja lýðveldis. Þjóðþingræðistímanum lauk
þegar íslendingar lýstu yfir formlegum sambandsslitum, stofnun
6 Alþingistíðindi A 1941: 715-16.
7 Alþingistíðindi A 1941: 716.
8 Alþingistíðindi A 1941: 716.