Skírnir - 01.04.2002, Side 22
16
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
varpið samþykkt, öðlast það gildi án staðfestingar. Ef frumvarpið fær ekki
samþykki, þá telst það fallið.16
Málflutningur forsætisráðherra féll í góðan jarðveg í neðri deild,
sem samþykkti breytingartillöguna með 19 atkvæðum gegn 11.
Tveir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeir Einar Ol-
geirsson og Emil Jónsson. Einar Olgeirsson sagði þar m.a.: „Með
því að ég álít, að þessi breytingartillaga rýri stórlega það vald, sem
Alþingi hefur haft, segi ég nei.“ Rök Emils Jónssonar voru þessi:
„Eg sé ekki betur en vald Alþingis verði með þessari tillögu öllu
meira en verið hefur og segi því já.“17
Bókanir þeirra Einars og Emils endurspegluðu vel afstöðu
flokka þeirra, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, sem jafn-
framt mynduðu hina gagnstæðu póla í þessu máli. Rétt er að vekja
athygli á því að afstaða og ágreiningur verkalýðsflokkanna kemur
mjög á óvart, ef tekið er mið af grundvallarstefnu þeirra. Hinn
byltingarsinnaði Sósíalistaflokkur vildi sterkt Alþingi, en flokkur
þingræðisbaráttunnar, Alþýðuflokkurinn, taldi að forseti Islands
ætti að hafa virkt eftirlitsvald með störfum Alþingis. Vert er að
skoða þennan ágreining nánar ásamt afstöðu Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokksins.
Afstaða stjórnmálaflokkanna
Afstaða allra flokkanna og flokksbrota mótaðist mjög af aðdrag-
anda lýðveldisstofnunarinnar, einkum þó af reynslunni af og mati
á ríkisstjóranum, Sveini Björnssyni, og utanþingsstjórninni sem
hann skipaði í desember 1942 og sat við völd þar til í október
1944. Sósíalistaflokkurinn hafði mætt samhentur og sigurviss til
Alþingis eftir haustkosningarnar 1942, þar sem hann hlaut 18,5%
atkvæða og 10 þingmenn. Alþýðuflokkurinn hlaut hins vegar að-
eins sjö þingmenn í þeim kosningum. Eftir að slitnaði upp úr
stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks snemma árs 1942 hafði ekki reynst unnt að mynda
16 Alþingistiðindi A 1944: 187.
17 Alþingistíðindi B 1943, 100. dálkur.