Skírnir - 01.04.2002, Page 23
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 17
nýja meirihlutastjórn. „Eiðrofsmálið" svokallaða myndaði gjá milli
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.18 Forystumenn Fram-
sóknarflokksins, þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson,
báru opinberlega þungar sakir á Ólaf Thors og Jakob Möller, for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hermann Jónasson lýsti því yfir á
miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að hann tæki aldrei sæti í
ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors. Við þessi orð stóð hann.
Sósíalistaflokkurinn lagði það til í stjórnarskrárnefnd að forseti
íslands yrði þjóðkjörinn. Flokkurinn taldi hins vegar að forseti
hefði umtalsverð völd að óbreyttu stjórnarskrárfrumvarpi og nefndi
einkum þrennt: Vald forseta til að skipa ríkisstjórn, rjúfa þing og
gefa út bráðabirgðalög. Þetta gæti forsetinn gert með atbeina ríkis-
stjórnar en án þess að þessar athafnir nytu trausts á Alþingi. Frem-
ur en að ræða um meint valdaleysi forsetans væri athugaverðara
„hvort ekki er um of skert vald Alþingis - þess valds sem Islend-
ingar hafa verið að berjast fyrir að auka undanfarnar aldir“.19 Þjóð-
viljinn taldi að þjóðþingræði ynni ekki gegn hagsmunum verka-
lýðsins. Þvert á móti tvinnuðust saman á Alþingi sjálfstæðisbarátta
þjóðarinnar og stéttabarátta verkalýðsins að mati blaðsins. „Al-
þingi er einn þýðingarmesti vettvangur stéttabaráttunnar", sagði
einn af helstu foringjum flokksins, Sigfús A. Sigurhjartarson í þing-
ræðu vorið 1943.20 Ennfremur sagði hann að verkalýðurinn hefði
verið að auka áhrif sín á Alþingi, flokkur verkafólks, Sameiningar-
flokkur alþýðu-Sósíalistaflokkurinn, væri í sókn. Þess vegna væri
verið að rægja Alþingi. Alþingi en ekki ríkisstjórnin endurspeglaði
þjóðarviljann. Engin ástæða væri til að rýra vald Alþingis, hefta
vilja þjóðarinnar, með valdamiklum forseta.
Þjóðviljinn sýndi Sveini Björnssyni ríkisstjóra fulla kurteisi og
virðingu sem þjóðhöfðingja. Blaðið birti t.d. í heild sinni ræðu
hans af svölum Alþingishússins í desember 1943. Hinn 21. janúar
1944 skrifaði ríkisstjóri hins vegar bréf til Alþingis sem sáði
18 Ólafur Thors og Jakob Möller voru sakaðir um að hafa rofið heit sín við for-
ystumenn Framsóknarflokksins um að láta kjördæmamálið vera óhreyft á Al-
þingi. Sjá Einar Laxness 1995: 107-108.
19 Þjóðviljinn, 9. janúar 1944.
20 Þjóðviljinn, 28. apríl 1943.