Skírnir - 01.04.2002, Síða 31
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 25
forsetaembætti. Sumar hugmyndir blaðsins tóku meira mið af for-
setaræði Bandaríkjanna heldur en nokkurri annarri stjórnskipun.
Þannig ætlaði Vísir forseta afgerandi hlutverk í mótun og fram-
kvæmd utanríkisstefnu landsins og í milliríkjasamskiptum.
Þegar litið er til afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í deil-
unum um valdsvið forsetans má greina nokkuð hreinar línur.
Kveldúlfshópurinn snerist gegn breytingartillögu forsætisráð-
herra á 26. grein stjórnarskrárfrumvarpsins. I efri deild Alþingis
fylgdu þeir sósíalistum að málum og mæltu fyrir þjóðþingræði.
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi lagaprófessor og ritari stjórnar-
skrárnefndar deildarinnar, kvaddi sér ekki hljóðs í umræðunni.
Magnús Jónsson, prófessor og fyrrverandi ráðherra, var hins veg-
ar skorinorður og skýrði afstöðu sína m.a. þannig: „Það, sem fyr-
ir mér vakir, að hafa forsetann sem valdaminnstan, er einungis að
vernda þetta dýrmæti, að hafa einhvern mann, sem getur staðið
utan við deilur."28 Á móti stóðu Framsóknarmenn, Alþýðu-
flokksmenn og tveir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þeir Pétur
Magnússon og Þorsteinn Þorsteinsson. Pétur Magnússon, vinur
Sveins Björnssonar ríkisstjóra, studdi breytingartillögu forsætis-
ráðherra. Hann taldi að nýja stjórnarskrárfrumvarpið gerði hér
ráð fyrir „að löggjafarvaldið sé tvískipt, svo að lagafrumvarp þarf
fyrst staðfestingu hjá Alþingi og síðan hjá forseta. Þá get ég ekki
betur séð en lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, fái fyrst
gildi, er hinn aðilinn hefur lagt blessun sína yfir. Það finnst mér
rökstudd afleiðing af tvískiptu löggjafarvaldi."29 Kveldúlfsmenn
og sósíalistar höfðu nauman sigur í atkvæðagreiðslunni í efri deild:
átta þingmenn studdu breytingartillögu forsætisráðherra, en níu
voru á móti.
Stuðningsmenn forsetaþingræðis í neðri deild gáfu eftir við
lokaafgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins til að tefja ekki fyrir
lýðveldisstofnuninni. Þeir sögðust einnig treysta loforðum for-
ystumanna allra flokka um að stjórnarskráin yrði bráðlega end-
urskoðuð í heild sinni. Þannig unnu stuðningsmenn þjóðþing-
28 Alþingistíðindi B1 1944: 108.
29 Alþingistíðindi B1 1944: 109.