Skírnir - 01.04.2002, Page 35
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 29
menn sem litu svo á að sambandið við Dani væri hættulegt ís-
lensku þjóðinni. Forystumenn í öðrum flokkum létu sér fátt um
finnast, þ.á m. formaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu: „Framan af
stjórnmálabaráttu sinni lagði Jónas frá Hriflu litla áherslu á sjálf-
stæðisbaráttuna við Dani og gerði jafnvel grín að heitum þjóðern-
issinna á borð við Sigurð Eggerz. Um 1930 kallaði hann Sjálfstæð-
isflokkinn stundum Frelsisherinn og sagði að nafn hans gæfi til
kynna að hann grundvallaðist á hatri í garð nágrannaþjóðar.“31
Árið 1937 var samþykkt tillaga á Alþingi um að undirbúa það
skipulag á meðferð utanríkismála sem „bezt kann að henta er ís-
lendingar taka alla stjórn þeirra mála í sínar eigin hendur ...“32
Ekkert var minnst á meðferð æðsta valdsins. Islendingar voru ekki
heldur í þeirri lagalegu stöðu að geta slitið konungssambandinu.
Þannig sagði Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra Islands í
Danmörku, í útvarpserindi sumarið 1939 að Sambandslagasáttmál-
inn frá 1918 gerði ekki ráð fyrir því að hægt væri að segja konungs-
sambandinu upp einhliða, einungis milliríkjasamningnum.33
Sumarið 1939 komu Stauning, forsætisráðherra Dana, og
Möller, formaður danska íhaldsflokksins, í heimsókn til íslands til
að ræða samband ríkjanna við íslenska ráðamenn. Komst þá sam-
bandið við Danmörku í brennidepil. Stauning ræddi m.a. við
Jónas frá Hriflu sem tjáði honum það álit sitt að skilnaður og end-
urreisn þjóðveldis væri söguleg nauðsyn fyrir íslendinga.34 I febr-
úar 1940 skrifuðu forystumenn Framsóknarflokksins flokks-
mönnum bréf þar sem kom fram að þeir geri ráð fyrir því að e.t.v.
muni konungssambandið slitna, en þá einungis að frumkvæði
Dana, eftir að málefnasamningnum væri sagt upp.35
Einn af yngri forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, Gunnar
Thoroddsen, vakti einna fyrstur máls á kosningu forseta í fyrir-
huguðu lýðveldi í tímaritinu Þjóðirmi árið 1938. í lokaorðum
greinarinnar fórust höfundi svo orð:
31 Guðjón Friðriksson 1993b: 146.
32 Alþingistíðindi A 1937: 188.
33 Morgunblaðið, 12. ágúst 1939.
34 Guðjón Friðriksson 1993b: 149.
35 Guðjón Friðriksson 1993b: 151.