Skírnir - 01.04.2002, Side 36
30
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Að lokum vil ég nefna eitt atriði, sem einnig er þýðingarmikið um vernd-
un hins íslenzka fullveldis, þegar vér slítum sambandi við Dani og stofn-
um hér lýðveldi. Það er, að sá maður, er þá verður valinn til fyrsta forseta
hins íslenzka lýðveldis, hafi þá persónu, þá hæfileika og þá aðstöðu út á
við, að nafn hans beri hróður Islands út um víða veröld og skapi því álit og
virðingu. Ef vér gætum fengið heimskunnan afreksmann til að taka þá
stöðu að sér, væri mikilvægt spor stigið til enn frekari tryggingar sjálfstæði
voru. Sá maður af íslenzku bergi brotinn, sem þar ber höfuð og herðar yfir
alla aðra, er hinn heimsfrægi landi vor, Dr. Vilhjálmur Stefánsson.36
Heimilistímaritið Vikan efndi til „próf-forsetakosningar“ meðal
lesenda sinna og fyrsta forseta hins væntanlega lýðveldis við árs-
lok 1939. Atkvæðaseðill var prentaður í tímaritinu þar sem skrifa
skyldi eitt nafn sem viðkomandi vildi greiða atkvæði í embætti
forseta Islands. Attu lesendur síðan að klippa seðilinn út og senda
tímaritinu. I lok janúar 1940 birtust niðurstöður. Dr. Vilhjálmur
Stefánsson, landkönnuður, hlaut flest atkvæði en næstir urðu
Jónas Jónsson, alþingismaður, og Sveinn Björnsson, sendiherra.37
I ársbyrjun 1940 skrifaði Bjarni Benediktsson grein í Morgun-
blaðið þar sem hann sagðist vera fylgjandi fullum skilnaði og lýð-
veldisstofnun.38 Flestir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins munu hafa
verið sama sinnis, en meiri óvissa ríkti um afstöðu Alþýðuflokks
og einstakra manna innan Framsóknarflokksins.39
Staðan í sambandsmálinu var mjög óljós á þessum árum, eins
og hér hefur verið rakið að nokkru. Heyrst höfðu sterkar raddir
um lýðveldisstofnun, en jafnframt blasti við að einhugur ríkti ekki
um að slíta konungssambandinu við Dani.40 Þvert á móti virtust
36 Gunnar Thoroddsen 1938: 206.
37 Vikati nr. 4, 25. janúar 1940. Upplýsingar um hversu margir kusu og hversu
mörg atkvæði hinir tilnefndu fengu voru ekki birtar í tímaritinu.
38 Morgunblaðið, 12. janúar 1940.
39 Guðjón Friðriksson 1993b: 148.
40 f fyrstu skoðanakönnun hérlendis, sem gerð var af Torfa Ásgeirssyni (1943a),
var spurt: „Á að slíta konungssambandinu við Danmörku og stofna lýðveldi á
þessu ári?“ Eingöngu var spurt í Reykjavík. 49,8% aðspurðra svöruðu neitandi,
44,5% játandi og 5,7% voru óvissir. Mikill munur var á afstöðu kynjanna og
voru konur miklu andvígari skilnaði en karlar (56% kvenna en 44,1% karla).
Deila má um aðferðafræði þessarar könnunar og orðalag spurningarinnar, en
engu að síður var ljóst að mjög skiptar skoðanir voru um málið.