Skírnir - 01.04.2002, Page 37
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 31
margir íslenskir ráðamenn aðhyllast eins konar málamiðlunarleið
milli stuðnings við algjör sambandsslit og áframhaldandi sam-
bands við Dani. I opinberri umræðu voru nefndir ýmsir mögu-
leikar á framtíðarskipan mála. Þannig skrifaði ritstjóri tímaritsins
Eimreiðarinnar árið 1940:
í hvaða formi sem æðsta stjórn íslands verður í framtíðinni, þá verður oss
ætíð þörf öryggis. Hvort sem hér kemst á lýðveldi með þjóðkjörnum for-
seta, sjálfstjórnarríki með landstjóra eða eitthvert annað stjórnarform, þá
komumst vér aldrei fram hjá þessu atriði.41
í áðurnefndu útvarpserindi sem Sveinn Björnsson flutti sumarið
1939 sagði hann að í Sambandslögunum fyrirfyndist enginn
grundvöllur til að slíta konungssambandinu:
Eftir orðalagi laganna gildir eitt og hið sama um þessi tvö atriði, fullveld-
ið og konungssambandið. Okkur er jafn óheimilt að segja upp konungs-
sambandinu eins og Dönum er óheimilt að segja upp, eða taka aftur, full-
veldisveðurkenninguna [svo].
Á þessum staðreyndum um konungssambandið, að skoðun Islend-
inga, hafði öll sjálfstæðisbarátta okkar verið bygð [svo] um langar aldir.42
Þessari túlkun Sveins var ekki mótmælt á opinberum vettvangi.
Jónas Jónsson skrifaði reyndar að ábendingarnar væru með öllu
óþarfar, enda þekki þeir íslendingar „sem fást við almenn mál“
Sambandslagasamninginn „alveg jafn vel og Sveinn Björnsson."43
Eini maðurinn á Alþingi sem ekki kynni þessi fræði væri Héðinn
Valdimarsson sem „lýsir því að hann vilji að konungssambandið
sé líka rofið um 1943.“
Sambandslögin og fyrirkomulag æðsta valdsins, þjóðhöfð-
ingjavaldsins, voru yfirleitt afgreidd sem tvö aðskilin mál. Sam-
bandslögin voru talin vera á dagskrá og Islendingar hefðu þar
ótvíræðan rétt til einhliða uppsagnar árið 1943. Á hinn bóginn
væri konungssambandið óuppsegjanlegt meðan Sambandslögin
væru í gildi. Ekki var talið ráðlegt að svo stöddu að taka afstöðu
41 Eimreibin, XLVI ár. 2. hefti: 119.
42 Morgunblaðið, 12. ágúst 1939.
43 Tíminn, 15. ágúst 1939.