Skírnir - 01.04.2002, Page 39
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 33
ar stjórnarfyrirkomulag lýðveldi er. I hugum Islendinga virtist
lýðveldi helst vera andstæða konungdæmis, en jafnvel sú tvískipt-
ing var ekki á hreinu. Þannig kallaði Björn Þórðarson, lögmaður í
Reykjavík, Island í ræðu 1. des. 1942 „konunglegt lýðveldi", þar
sem ríkisstjóri sé handhafi æðsta valdsins innanlands en landið enn
í konungssambandi með Danmörku.47 Björn nefndi einnig að
samveldislöndin bresku hafi verið kölluð „hin krýndu lýðveldi". I
þeim löndum sé þjóðþingræði og landsstjóri fari með æðsta vald-
ið en konungur sé eftir sem áður þjóðhöfðingi sambandsríkjanna.
Birni geðjaðist augljóslega vel að slíku fyrirkomulagi sem fyrir-
mynd að íslensku lýðveldi.
Leiðin sem fannst að lokum út úr frumskógi mismunandi skil-
greininga á stjórnskipun lýðveldis var í senn áhrifamikil og ein-
föld. Islendingar sameinuðust um markmið en ýttu ágreiningi um
stjórnskipun til hliðar. I upphafi nefndarálits frá stjórnarskrár-
nefndum Alþingis segir t.d.:
Það hefur verið lokatakmark íslendinga í frelsisbaráttu þeirra, að ísland
verði alfrjálst lýðveldi. Hugmyndir þjóðarinnar um Island sem sjálfstætt
ríki hafa alltaf verið bundnar við það stjórnskipulag, sem þjóðin bjó við,
er hún var sjálfstæð, - lýðveldið.48
Samhliða þessu fara mismunandi hugtök að renna saman í eitt.
Þannig er lítill greinarmunur gerður á „lýðveldi", „lýðræði" og
„sjálfstæði". Kjarninn í baráttu Islendinga var einn og hinn sami:
sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Undir hatti íslenskrar þjóð-
ernishyggju rúmuðust margar hugmyndir þannig að úr varð öflug
hugmyndafræði um sögulegt hlutverk Islendinga í lýðræðisþróun
Vesturlanda. Takmarkið var að endurreisa íslenska þjóðveldið, en
að sögn áhrifamikilla íslenskra menntamanna hafði þar ríkt lýð-
ræði og lýðveldi í þrjár aldir.49
ingnum þegar árið 1941 (sbr. Bjarna Benediktsson 1941: 36, 1943: 8-10). Þorri
Dana leit hins vegar á slit Sambandslagasamningsins sem svik við hernumda
þjóð (sbr. Jón Krabbe 1959, t.d. bls. 175).
47 Björn Þórðarson 1942: 295-301.
48 Alþingistíðindi A 1944: 165.
49 Sbr. Sigríði Matthíasdóttur 1997: 66-68.