Skírnir - 01.04.2002, Page 43
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 37
Það mundi vera í fyllra samræmi við frumreglur þjóðræðisins að
þjóðinni gefist kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en
fullnaðarsamþykkt er gerð um það á alþingi, en ef alþingi gerir fyrst sam-
þykktir sínar og þær samþykktir eru síðan lagðar fyrir þjóðina eingöngu
til synjunar eða samþykkis ...
Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls,
sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla framtíð, mundi að minni
skoðun gera hvort tveggja að vera enn virðulegri en samþykktir alþingis,
þótt þjóðaratkvæðagreiðsla eingöngu til synjunar eða samþykktar færi á
eftir, og einnig skapa slíkt viðhorf út á við að aðrar þjóðir mundu frekar
virða ákvarðanir þjóðarinnar með þessum hætti. Einróma eða sama sem
einróma samþykkt þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri al-
vöru og þeim þunga að enginn mundi vefengja hverjar væru raunveruleg-
ar óskir þjóðarinnar.52
Helstu andstæðinga þjóðfundarhugmyndarinnar var að finna í
röðum sósíalista og Kveldúlfsarms Sjálfstæðisflokksins. Báðir
notuðu mjög röksemdir fulltrúaræðis, þjóðþingræðis. Þjóðviljinn
sagði m.a.: „Alþingi er þjóðkjörið. Það er spegilmynd þjóðarvilj-
ans eins og hann er á hverjum tíma og hið eðlilega framkvæmda-
vald hans.“53 Kveldúlfsarmurinn var sammála Sósíalistaflokknum
og Þjóðviljanum. Matthías Johannessen lýsir sjónarmiðum þeirra
þannig: „Hún [þ.e. þjóðfundarhugmyndin] þótti með öllu óskilj-
anleg og var til þess eins fallin að drepa málinu á dreif og gekk
þvert á samþykktir og vilja Alþingis, jafnvel Sambandslögin
sjálf."54
Enginn vafi leikur á því að tiltrú almennings á Alþingi hafði
beðið mikinn hnekki á árunum fyrir lýðveldisstofnunina 1944. Á
sama tíma hafði nýr handhafi æðsta valdsins, ríkisstjórinn, hlotið
virðingarsess meðal þjóðarinnar. Eftirgjöf þjóðþingræðissinna og
tilurð forsetaþingræðis hér á landi verður best útskýrð með því að
vísa til lögmætiskreppu stjórnmálaflokkanna og Alþingis. Ákvæð-
in um þjóðkjörinn forseta, málskotsrétt hans og úrslitavald fólks-
ins í þjóðaratkvæðagreiðslu eru öll úr smiðju hugmyndarinnar um
52 Gylfi Gröndal 1994: 312-13.
53 Þjóðviljinn, 9. mars 1944. Leiðari: „Forsetavald og þingræði.'
54 Matthías Johannessen 1981: 369.