Skírnir - 01.04.2002, Page 44
38
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
beint lýðræði. Undir forsetaþingræðinu stóðu því styrkar stoðir
tveggja hefða, annars vegar beins lýðræðis og hins vegar þjóðþing-
ræðis. Öðruvísi var ekki talið gerlegt að tryggja lögmæti lýðveld-
isins.
Stuðningur málsvara beins lýðræðis við forsetaræði og forseta-
þingræði á sér ýmsar ástæður. I sjálfu sér er ekki augljóst að þann-
ig stjórnskipun samrýmist betur hugmyndum um beint lýðræði
en þjóðþingræði. I öllum tilvikum er um að ræða stjórnskipun þar
sem fólkið kýs fulltrúa sem síðan hafa vald til að taka bindandi
ákvarðanir fyrir alla. Staðreyndin er engu að síður sú að mjög
sterk tengsl eru yfirleitt milli hugmynda fólks um lýðræði og af-
stöðu þess til stjórnskipunar. Þjóðkjörinn forseti er talinn standa
nær almenningi en þingmenn sem taldir eru bundnir á klafa sér-
hagsmuna, hvort heldur flokkanna, sem velja þá í framboð, eða
kjördæmanna, sem kjósa þá á þing. Engir slíkir milliliðir standa
milli forsetans og fólksins. I forsetakosningum er landið allt eitt
kjördæmi í reynd og atkvæði allra gilda jafnt óháð búsetu. Full-
veldisréttur almennings er þar af leiðandi talinn miklu virkari í
forsetaræði og forsetaþingræði en í flóknu kerfi þjóðþingræðis þar
sem ekki er beint samband milli fólksins og kjörinna fulltrúa.
Sumir fullyrða jafnvel að í forsetaræði og forsetaþingræði sé miklu
minni spilling en í þjóðþingræðiskerfum, þar sem hinir alvalda
þingmenn og ráðherrar taki gjarnan eigin hag og sérhagsmuni af
ýmsu tagi fram yfir almannahag.
Fulltrúaræðissinnar telja nauðsynlegt að endurskilgreina hug-
takið „lýðræði" þannig að það hæfi nýjum aðstæðum. Kjarninn í
lýðræðisþj óðfélagi er vissulega sá hinn sami, þ.e. að lýðurinn ráði,
en framkvæmdin verður að vera með öðrum hætti en í Grikklandi
að fornu. Málsvarar fulltrúaræðis líta á beint lýðræði sem háleitt
en um margt óraunsætt markmið. Beint lýðræði gat e.t.v. dafnað í
fámennum og fábrotnum samfélögum fornaldar, en nútímaþjóðfé-
lög séu þó bæði of fjölmenn og of flókin til þess að beint lýðræði
geti þrifist þar. Tíminn er takmörkuð auðlind, er sagt, ekki síst í
nútímaþjóðfélagi þar sem gerðar eru miklar kröfur um velmegun
og þjónustu á öllum sviðum. Verkaskipting er mjög til hagsbóta í
nútímaþjóðfélögum, og það gildir einnig um stjórnmál og stjórn-