Skírnir - 01.04.2002, Page 49
SKÍRNIR STOFNUN LÝÐVELDIS - NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS 43
að baki langan feril í stjórnmálum og sem sendiherra íslands í
Danmörku. Sveinn rataði um völundarhús valdsins og lék á strengi
stjórnmálanna af mikilli snilld.
Reynsla alls þorra almennings af alvaldi flokkanna var slæm en
reynslan af ríkisstjóranum góð. Forsetaþingræði í hinu fyrirhug-
aða lýðveldi naut því ekki einungis hins jákvæða samanburðar við
óheft vald flokkanna heldur styrkti einnig framganga Sveins í
embætti ríkisstjóra tillögur um þjóðkjörinn og valdamikinn for-
seta. Þar að auki var rennt styrkari stoðum undir fyrirhugað lýð-
veldi. Lögmæti þess hvíldi á tvíveldi Alþingis og forseta, þjóð-
þingræði og forsetaræði.
Forsetaþingræðið féll einnig ágætlega að hugmyndum Islend-
inga um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar, lýðveldi, lýðræði og
sjálfstæði. Engin fordæmi voru heldur um að þjóðkjör æðsta vald-
hafans væri til óþurftar. I Bandaríkjunum sat t.d. mjög öflugur og
vinsæll þjóðkjörinn forseti sem margir töldu hina bestu fyrir-
mynd. Nýsköpun lýðræðis á Islandi í mynd forsetaþingræðis var
þó alls ekki rökrétt niðurstaða þess sem á undan hafði farið. Miklu
heldur var þetta fremur óvænt afleiðing af flóknu samspili allra að-
stæðna, hugmynda, stofnana og einstaklinga.
Heimildaskrá
Bxkur og greinar
Agnar Kl. Jónsson. 1969. Stjórnarráð íslands 1904-1964 I. Reykjavík.
Auður Styrkársdóttir. 1998. From Feminism to Class Politics. Umeá.
Árni Daníel Júlíusson. 2001. Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Reykjavík.
Birgir Hermannsson. 2001. „Nýtt lýðræði?" Skímir, 175. ár (vor): 161-77.
Bjarni Benediktsson. 1940. „Sjálfstæði íslands og atburðirnir vorið 1940.“ And-
vari, 6. ár: 21-36.
Bjarni Benediktsson. 1941. „Ályktanir Alþingis vorið 1941.“ Andvari, 66. ár:
22-39.
Bjarni Benediktsson. 1943. Lýðveldi á íslandi. Reykjavík.
Bjarni Benediktsson. 1956. „Þingræði á íslandi." Tímarit lögfrœðinga, 6. ár: 1-22.
Bjarni Benediktsson. 1966. „Ólafur Thors.“ Andvari, 91. ár: 3-60.
Björn Þórðarson. 1942. „Sjálfstæðismálið er ævarandi." Helgafell 8-10/1: 295-301.
Duverger, Maurice. 1980. „A New Political System Model: Semi-Presidential
Government.“ Journal of Political Research 2/8: 165-87.
Einar Laxness. 1995. íslandssaga. I. bindi. Reykjavík.