Skírnir - 01.04.2002, Page 53
HELGA KRESS
Veröldin er söngur
Hinn hreini tónn og kvenmynd eilífdarinnar
í verkum Halldórs Laxness
Eitt af því sem einkennir verk Halldórs Laxness er sú mikla tón-
list sem í þeim er. Oft er þessi tónlist andhverfa tungumálsins, eða
hin hliðin á því. Hún er birtingarform náttúrunnar andstætt sam-
félaginu, tengist upprunanum, bernskunni, landinu - og konunni.
I verkum Halldórs koma oft fyrir ummæli sem lýsa vantrú á
tungumáli og orðum. I Paradísarheimt er það haft eftir vitrum
mönnum „að málið sé eitt af glappaskotum mannkynsins“ og „að
kvak fuglanna með tilhlýðilegu vængjablaki mæli fleira en nokkurt
ljóð, hversu vandlega sem það er orðað."1 Knútur gamli í smásög-
unni „Fugl á garðstaurnum" telur það „mikið slys hjá mannskepn-
unni þegar hún fór að mynda orð; - í staðinn fyrir að sýngja.“2
Samruna náttúru og samfélags, tónlistar og tungumáls, leitast
Halldór við að finna í máli skáldskaparins. En samkvæmt kenn-
ingum táknfræðinga, og þá einkum Juliu Kristevu, verður þetta
mál til í togstreitunni milli hinnar óheftu og orðlausu frumtján-
ingar bernskunnar annars vegar og hins opinbera og viðurkennda
tungumáls samfélagsins, málkerfisins hins vegar, en undir það
verður barnið að gangast eftir óhjákvæmilegan aðskilnað við
móðurina. Hin óhefta frumtjáning, „hið semíótíska", einkennist
af hrynjandi, brotum og flæði. Þetta „mál“ er á vissan hátt utan
samfélagsins, og það tengir Kristeva móðurinni eða öllu heldur
1 Halldór Laxness, Paradísarheimt, Reykjavík: Helgafell, 1960, bls. 251. Hér eftir
verður getið útgáfu og blaðsíðutals neðanmáls í fyrsta sinn sem vitnað er til
verks. Eftir það verður vísað til blaðsíðutals í sviga aftan við hverja tilvitnun í
meginmáli.
2 Halldór Laxness, Sjöstafakverið, Reykjavík: Helgafell, 1964, bls. 178.
Skímir, 176. ár (vor 2002)