Skírnir - 01.04.2002, Page 62
56
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Heldur hvað? spurði ég.
Eitt tár gagnvart sköpun heimsins, svaraði saungvarinn. (267)
Viðbrögð þess sem heyrir hinn hreina tón eru líkamleg. Líkaminn
flæðir eins og í bernskuminningum Halldórs um sig og hundinn að
syngja. Þeir gráta báðir. Það er einkenni á söngvurum Halldórs
Laxness að þeir geta ekki sungið, fremur en rithöfundar geta skrif-
að. Söngurinn endar gjarnan með ósköpum. Garðar Hólm syngur
aðeins tvisvar. I fyrra skiptið er það í gróteskri samkomu hjá kaup-
manni Gúðmúnsen, og er söngurinn paródía á söng, „kellíngar-
væll“ (254) sem tengist afskræmdum kvenleika. „Altíeinu var sem
stigi frammúr myrku óframúrráðanlegu glotti saungvarans hisp-
ursfull meykellíng, og tók til að væla í ámátlegri falsettu rass-
ambögu nokkra [...]“ (254). Enginn klappar og engum stekkur
bros.
I síðara skiptið syngur hann í kór dómkirkjunnar fyrir blinda
og heyrnarlausa móður sína. Álfgrímur er eina vitnið að söngnum
og leikur undir á orgelskrjóð.
Menn hafa spurt mig bæði fyr og síðar: saung hann vel? Ég svara, ver-
öldin er saungur, en við vitum ekki hvort hún er góður saungur, af því við
höfum ekki annað til samanburðar. (295)
I þessum söng ægir öllu saman, „ósamstæðum brotum úr merki-
legum textum fornum“ (297) á mismunandi tungumálum, og
„saungskráin var ekki prentuð" (296). Er söngnum og áhrifum
hans lýst nákvæmlega:
Vera má að það sé í eina skiftið á ævinni sem ég hef heyrt saung. Því
svo sannur var þessi saungur að hann gerði annan saung að tilbúníngi og
uppgerð; aðra saungmenn að svikurum [...] Og svo geingu þessi hljóð
nærri mér, að ég sá mér þann kost vænstan að troða orgelskrjóðinn af öll-
um lífs og sálar kröftum til að taka yfir þennan saung eða að minstakosti
hamla á móti honum í von um að ég bærist af. (296)
Álfgrímur leggur allan líkama sinn í hljóðfæraleikinn á sama hátt
og veraldarsöngvarinn í sönginn, þetta „æðisgeingna bland hláturs
og ekka nær réttu lagi en annar saungur" (297). Eftir litla stund fær
söngvarinn „hósta og stóð fyrir altarinu með krampasnerkjur í