Skírnir - 01.04.2002, Page 63
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 57
andliti og andköfum; og kom upp aungu hljóði úr því; hann féll á
knébeð við fætur móður sinni og grúfði andlit sitt í keltu hennar."
(297) Sonurinn er horfinn til móðurinnar, móðurlífsins, upp-
runans. Hann hefur hætt sér of langt út í hina óheftu frumtján-
ingu, og hann á ekki afturkvæmt. Söngurinn endar með andköfum
og söngvarinn deyr, sviptir sig lífi.21
Um svipað samband móður, sonar og söngs fjallar leikritið
Silfurtúnglið, en með öfugum formerkjum. Móðirin með söng-
fuglsnafninu Lóa er uppgötvuð þar sem hún syngur vöggusöng
fyrir son sinn Nonna. Sönginn hefur hún samið sjálf, og er því
ekki einungis „bæði saungkona og skáldkona",22 eins og sveita-
maðurinn, maður hennar, segir, heldur einnig tónskáld. Lóa læt-
ur kaupa sig, yfirgefur barnið, og er sett upp á svið. Meðan hún
syngur skrumskældan vöggusönginn við fagnaðarlæti spilltra
áheyrenda og auglýsingamennsku fyrirtækisins heyrist baksviðs í
barninu sem kallar á mömmu sína, eins og segir í sviðsleiðbein-
ingunum: „(nokkra stund er alveg hljótt, þvínæst skerandi barns-
grátur og barnsrödd kveinar í sífellu mamma mamma).“ (132)
Faðirinn reynir að sækja Lóu, en allt kemur fyrir ekki: „Og
dreingurinn okkar litli, - mamma mamma, svona kveinar hann
alla nóttina. Hvað eruð þér búinn að gera við mömmu hans?“
(108) Markaðssetning mömmunnar og söngsins er banvæn, og
barnið deyr.
21 Julia Kristeva túlkar sjálfsmorð skáldkvennanna Virginu Woolf, Marinu
Tsvetaevu og Sylviu Plath á svipaðan hátt í bók sinni Des Chinoises, París: des
femmes, 1974; ensk þýðing, About Chinese Women, þýð. Anita Barrows,
Lundúnum: Boyars, 1977. Sjá einnig grein mína ,,‘Dæmd til að hrekjast.’ Um
ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sig-
urðardóttur,“ Tímarit Mdls og menningar 1/1988, bls. 85 og 92. Á fleiri stöð-
um í Brekkukotsannál er ýjað að kvengervingu Garðars Hólm. í veislunni hjá
Gúðmúnsen ummyndast hann í meykerlingu og söngurinn verður „kellíngar-
væll“ (254). í upphafi kaflans „Ljós yfir hringjarabænum" er honum líkt við
dularfulla konu:
1 bók eftir ágætan meistara er frá því sagt á einum stað að loftið í borg-
inni hafi verið hrannað af nafni tiltekinnar konu. Ég hef stundum verið að
hugsa um að það var ekki ólíkt ástatt um loftið hjá okkur kríngum kirkju-
garðinn og nafn Garðars Hólms. (90)
22 Halldór Kiljan Laxness, Silfurtúnglið, Reykjavík: Helgafell, 1954, bls. 36.