Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 64
58
HELGA KRESS
SKÍRNIR
„Die Musik ist ein Weib,“23 segir Nietzsche, og sömu hug-
mynd má sjá í verkum Halldórs Laxness, þar sem tónlistin tengist
hvað eftir annað hugmyndinni um „kvenmynd eilífðarinnar“.24 I
Kristnihaldi undir Jökli kemur þetta tvennt saman í lýsingunni á
Uu, en sjálf segir hún um nafn sitt: „Þetta er orð úr máli æðar-
fuglsins heima, úa-úa.“25 Að þessari konu dregst umboðsmaður
biskups með þeim afleiðingum að hún bæði breytir lífi hans og
verður uppspretta sögunnar sem hann síðar segir. Fyrir honum er
Úa fyrst og fremst takmark og tákn, enda hverfur hún að lokum:
Hver em eg að hafa orðið fyrir þeim gjörningum að rata á mynd sem
Göthe leitaði að en fann ekki, kvenmynd eilífðarinnar? (321)
Hugmyndin um tengsl konu, tónlistar og náttúru má þegar sjá
í fyrstu skáldsögu Halldórs, Barni náttúrunnar (1919), þar sem
náttúrubarnið er kona. Vestur-Islendingurinn Randver, sem er að
glata þjóðerni sínu, sér hana þar sem hún hefur verið að baða sig
nakin í á. Hún heitir Hulda og kynnir sig þannig: „Eg er huldu-
stelpa og á heima í hólunum hérna inn með ánni.“26 Hún „getur
ekki verið mensk stúlka“ (19), segir Randver við fylgdarmann
sinn. „Hún er annaðhvort huldumær eins og hún sagði sjálf, eða
þá gyðja frá guðaheimum.“ (20) Hulda svamlar í ám, klifrar í fjöll-
um og sefur úti. Hún er utan samfélagsins, enda ekki alin upp af
lögmáli föðurins, eins og faðir hennar segir sjálfur: „Náttúran ein
hefur alið hana upp.“ (43) Hún spilar á gítar og píanó, syngur og
er líka skáld. Randver þarf ekki annað en ganga á hljóðið þegar
hann leitar hennar, og áhrifin eru líkamleg:
23 Nietzsche contra Wagner. Sámtliche Werke. Kritische Studienausgabe 6, ritstj.
G. Colli og M. Montinari, Berlín: Gruyter Verlag, 1980, bls. 424. Skáletrunin er
frá Nietzsche komin. Ég þakka Sigríði Þorgeirsdóttur fyrir þessa ábendingu.
Sjá einnig rit hennar, Vis Creativa. Kunst und Wahrheit in der Pkilosopbie
Nietzsches, Berlín: Köningshausen & Neumann, 1996, bls. 235.
24 „Kvenmynd eilífðarinnar" er þýðing Halldórs á hugtakinu „das Ewig-
Weibliche", hinu endanlega merkingarmiði (karl)mannsins úr lokalínum Fausts
eftir Goethe: „Das Ewig-Weibliche / zieht uns hinan.“
25 Halldór Laxness, Kristnihald undir Jökli, Reykjavík: Helgafell, 1968, bls. 265.
26 Halldór Laxness, Barn náttúrunnar (1919), 2. útg., Reykjavík: Helgafell, 1964,
bls. 19.