Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 66
60
HELGA KRESS
SKÍRNIR
verkum Halldórs, en hann finnur hana við foss í gili, í litlum
klettasal, þar sem hún er að hlusta á læk:
Ég hélt fyrst að þetta væri ekki annað en venjulegur foss. En þegar ég fór
að hlusta þá heyrði ég það. Bíðið þér snöggvast, við skulum hlusta! þei!
Við hlustuðum.
Fyrst er eins og hljómur af málmi, síðan kemur harpa, og hlusti mað-
ur leingur, þá byrjar heilt orkestur ... ég kannast við lögin, ég hef kanski
aldrei heyrt þau fyr, en ég kannast við þau samt ... þau eru eins og and-
vökudraumur, ofin hvert inn í annað, hundrað eða fleiri... svo er þögn og
drepið með slegli á eir ...
Hún reis á hnén í grasinu og hlustaði enn næmari en fyr:
... Nú kemur það, sagði hún, nú kemur það, það er ekki leingur hljóð,
heldur hjartsláttur, sál ... þér skiljið mig kanski ekki en ég heyri það og
skil það og veit það og finn það ...
Hún lagði höndina á arm mér, svipur hennar áfjáður, augun tindrandi,
hún hafði gleymt stund og stað; ég varð sjálfur gripinn dularfullri helgi-
hljóðri lotningu.
Hvað er það?
Það er alvaldið sjálft sem sýngur ... sjálfur ódauðleikinn, hvíslaði hún
inn í andlit mitt. Það er eilífðin. (127-128)29
Stúlkan Blær í Brekkukotsannál er tónlistin sjálf og um leið
kvenmynd eilífðarinnar. Hún er dóttir forsöngvarans sem Álf-
Það er undirrót himins og jarðar.
Það er eilíft og starfar blíðlega án strits.
Ofangreind þýðing Jóhannessona á þessari kviðu þykir mér einna full-
komnust þeirra kynstra af taóstælingum sem ég hef flett. En - ég hef í
aungri annarri þýðíngu rekist á þessa beru samlíkingu við móðurskautið.
Ein þýsk þýðíng kemst næst því að taka þarna heima, vegna þess að þýsk-
an á þetta orðtak Goethes: Das ewig Weibliche. [...]
Síðan vitnar Halldór í franska þýðingu sem hefur bætt konu og tónum við
myndina og stingur „uppá að þannig sé sagt:
Andi dalsins deyr ekki.
Þar býr konan dularfulla.
Bak lás og slá þeirrar óljósu konu,
þar stendur rót Alvaldsins.
Aldrei þagnar sá lágstilti niður. “
Sjá Halldór Laxness, „Taoteking sem þýðíngarvandamál," Seiseijú, mikil ósköp,
Reykjavík: Helgafell, 1977, bls. 137-138.
29 Punktarnir eru höfundarins, tilraun til að miðla hljóðinu, hlustuninni, þögn-
inni.