Skírnir - 01.04.2002, Page 67
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 61
grímur lærir á orgel hjá, og hann hittir hana þegar hann kemur í
fyrsta spilatímann. Hann virðir fyrir sér „gljáfægða" slaghörpuna
í betri stofunni sem hann heldur í fyrstu að geymi „alla tóna sem
eru heyranlegir í alheiminum" (146). Þá kallar faðirinn á dóttur
sína:
Blær, kallaði hann fram. Sestu við hljóðfærið.
í dyrunum birtist sýn sem gerði mig orðlausan leingi síðan. Geislar
loftsins hafa safnast saman í depil og þar stendur þessi ummyndun. Sólin
skín út og inn um hárið á henni. Hún horfir á mig augum þar sem saman
kemur blátt og grænt. Síðan sest hún við hljóðfærið. (147)
Fyrir Álfgrími er hún ummyndun, tákn. Hann tekur ekki eftir
hvað hún leikur eða hvernig, heldur horfir á líkama hennar spila,
og skynjar í gegnum hann náttúruna:
Ég kem því ekki leingur nákvæmlega fyrir mig hvað hún lék, en ein-
hvernveginn finst mér það hafi verið eitthvað eftir Gade eða Lumbye; eða
var það Hartmann? Kanski var það bara Snödroppen. Lék hún vel? Hún
hafði stórar bláar hendur. Ég set þær efstar handa. Hreyfíngin í kroppi
hennar var skyld hægfara sporðaköstum hrokkelsa og sálin í andlitinu á
henni hafði ángan af jarðarberi. Sjaldan hefur nokkur maður hlustað af
jafnandaktugu sálarleysi á spilverk: þetta mætti vera lífið sjálft og endast
jafnleingi og lagið, var ég að óska og vona. (147)
Hún stendur upp, brosir og fer. Áhrifin á Álfgrím eru líkamleg.
Honum sortnar fyrir augum og það ætlar að líða yfir hann. Þarna
eru stúlka og tónlist í sama húsi. „Eg hefði helst viljað koma í hús-
ið á hverjum degi.“ (150) Álfgrímur situr um húsið og dregst að
hvoru tveggja í senn, tónlistinni og stúlkunni:
Stundum mátti heyra úr húsinu hljóðfæraslátt og saung. Fyrir kom að
skugga sem ég hélt vera af stúlku bæri fyrir á gluggatjaldinu. (150)
Þegar hann kemur í spilatímana finnur hann ævinlega á sér hvort
Blær er í húsinu eða ekki. Hann skynjar „af einhverjum dauðum
hljóðum návist hennar í húsinu, svosem braki í stigum, hurðaskell-
um uppá lofti eða sérstökum umgángi í kokkhúsinu" (150). Hún er
ýmist mynd, skuggi eða hljóð, og þegar hún býður góðan dag og
segir nafn sitt: „Blær“, hefur röddin „slikju af áblásningu" (207).