Skírnir - 01.04.2002, Síða 71
ÞORLEIFUR HAUKSSON
Hluthafi í veruleikanum
og hlutlaus skoðari
Um ritgerðir og ritgerðarstíl Halldórs Laxness
Eftir Halldór Laxness liggja upp undir 20 ritgerðasöfn1 og er þá
síður en svo allt talið því enn fleiri ritgerðir og greinar hafa aðeins
birst í blöðum og tímaritum.2 Sjálfsagt mundu ekki allar flokkast
sem listrænar ritgerðir samkvæmt þeirri ströngu skilgreiningu sem
Halldór aðhylltist sjálfur.3 Það sem aðgreinir þær frá t.a.m.
akademískum ritgerðum og hraðsoðnum deilugreinum dagblaða
er listræn formgerð, en slíkar ritsmíðar Halldórs eru einnig gædd-
ar vissum listrænum eiginleikum, eða sýna alltént rækt höfundar
við þetta form.
Almenn skilgreining á ritgerð (esseyju) er að hún sé tiltölulega
stutt ritsmíð í óbundnu máli sem fjalli um afmarkað viðfangsefni
á sviði menningar, félagsfræði, vísinda eða lista. Hún er að öðru
jöfnu ætluð almennum lesanda og er með fremur persónulegu og
listrænu sniði.4 Algengt er að gerður sé greinarmunur á tvenns
konar ritgerðum, formlegum eða „lærðum" annars vegar, óform-
1 Eiginleg ritgerðasöfn eru 17 en einnig mætti til þeirra telja ferðabækurnar tvær
frá Sovétríkjunum ásamt Skáldatíma.
2 Pétur Gunnarsson, „Af gjörningamanni." Tímarit Máls og menningar 2, 1998,
70.
3 „Um bókina. Gjörníngar en varla essegjur.“ Gjörníngabók. Reykjavík 1959, 7;
„Eftir sautján ár. Formáli við aðra útgáfu Alþýðubókarinnar.“ Alþýðubókin.
Reykjavík 1949, 7.
4 Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafrieði. Reykjavík 1983,
78; Hugh Holman, William Harmon, A Handbook to Literature. New York &
Lundúnum 1986, 186-190; Magnus von Platen, „Essán." Kortprosa i Norden.
Fra H.C. Andersens eventyrtil den moderne novelle. Óðinsvéum 1983,349-358;
Encyclopedia of the Essay. Ritstj. Tracy Chevalier. Lundúnum 1997, xix-xx.
Skírnir, 176. ár (vor 2002)