Skírnir - 01.04.2002, Page 72
66
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
legum eða frjálsum hins vegar.5 Georg Lukács skilgreinir ritgerð
fyrst og fremst sem listform af ákveðnu tagi, í sérstökum tengsl-
um við lífið eða veruleikann.6 Og hann klykkir út með því að
segja: „Ritgerðin er dómur, en það er ekki dómsúrskurðurinn sem
skiptir máli og ákvarðar gildi hennar heldur málaferlin fyrir dóm-
inum“ (18). Theodor Adorno telur tjáningarfrelsi og skort á reglu-
festu til helstu verðleika ritgerðarinnar:
Ritgerðin lætur ekki segja sér fyrir verkum. Hún vinnur ekki vísindaafrek
né ástundar listræna sköpun, viðleitni hennar líkist fremur dægradvöl
þess sem er barnslega saklaus og óhræddur að sækja sér innblástur í það
sem aðrir hafa gert á undan honum.
Innsta formlögmál ritgerðarinnar er villutrú. Um leið og gengið er í
berhögg við rétttrúnað hugsunarinnar verður eitthvað það sýnilegt í við-
fanginu sem óskrifaðar hlutlægnisreglur rétttrúnaðarins vilja halda
óséðu.7
Þessar skilgreiningar má hæglega heimfæra upp á einstakar rit-
gerðir Halldórs Laxness. Hins vegar verður ekki strangt tekið á
afmörkun hinnar eiginlegu ritgerðar gagnvart öðrum skyldum rit-
formum: deilugreinum, ferðalýsingum, minningargreinum, sagn-
fræðigreinum, endurminningabrotum, enda mörkin óljós og geta
runnið saman í einni og sömu ritsmíð.
Hefðin
Ritgerðarhefðin getur ekki talist rótgróin á íslandi. Að vísu má
benda á eitt og eitt lærdómsverk á stangli; einna elst gæti verið
Deilurit eða Discursus oppositivus eftir Guðmund Andrésson frá
miðri 17. öld. í Ritum Hins íslenska lærdómslistafélags í lok 18.
aldar og þeim tímaritum sem á eftir komu, alla 19. öldina og fram
á þá 20., er mikið um fræðandi greinar af ýmsu tagi. I Fjölni má
5 „Formal/informal essays“; „den lárda/fria essayn", sjá ívitnuð rit.
6 Georg Lukács, „On the Nature and Form of the Essay.“ Soul and Form. Lund-
únum 1974.
7 Theodor W. Adorno, „The Essay as Form.“ Notes to Literature I. New York
1992, 4 og 23.
,