Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
67
telja „Um eðli og uppruna jarðarinnar“ eftir Jónas Hallgrímsson
eiginlega esseyju, þótt fræðigrein sé. Annars ber yfirleitt lítið á
listrænum tilþrifum þannig að slíkar greinar ná naumast máli sem
slíkar enda þótt þær séu vel og skipulega samdar, svo sem fjöl-
margar jarðfræðiritgerðir Þorvalds Thoroddsens sem birtar voru í
tímaritum á fyrstu áratugum 20. aldar. En um það leyti tók margs
konar ritgerðarsmíð að blómgast á íslandi. Þar má nefna heim-
spekiritgerðir og ferðalýsingar dr. Helga Pjeturss, þjóðfélagslegar
deilugreinar Jónasar Jónssonar frá Hriflu og fræði- og deilugrein-
ar Bjargar C. Þorláksson á sviði sálfræði og félagsfræði. Upphaf
meðvitaðs íslensks ritgerðarstíls tengist þó einkum nýrri kynslóð
menntamanna og alþýðufræðara á vegum nýstofnaðs Háskóla Is-
lands sem m.a. stóðu að tímaritinu Vöku (1927-1929) þar sem at-
kvæðamestir voru Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Finnbogason
og Sigurður Nordal. í ritgerðarstíl þessara manna er fylgt þeim
reglum sem mótaðar voru og framfylgt af Fjölnismönnum um
vandað, klassískt, íslenskt málfar og setningaskipun að fyrirmynd
sveitamáls og fornrita. Með stuðningi þaðan verður til á fáum
árum fastmótuð íslensk ritgerðahefð.
Ritgerð Sigurðar Nordals „Öræfi og Öræfingar", sem birtist í
fyrsta árgangi Vöku 1927 (211-226), má taka sem fulltrúa þessar-
ar þroskuðu hefðar. Hún er á ytra borði ferða- og sveitarlýsing, en
inntak hennar varðar þjóðlíf og lífsgildi, andleg og menningarleg
verðmæti þar sem boðskapurinn er andóf gegn byggðaröskun og
menningarrofum í kjölfar óheftra erlendra áhrifa.
Einkenni þessarar ritgerðar allrar er læsileiki. Málsgreinar eru
stuttar, setningaskipun einföld, framsetning ljós, greinargóð, blæ-
brigðarík. Orðaval er vandað í samræmi við efni og vettvang en
alls ekki fyrnt eða einskorðað við eldri máltísku. Þvert á móti ber
talsvert á orðum og talsháttum úr lifandi talmáli, jafnvel orðaleikj-
um. Málsnið er þó aldrei hversdagslegt nema á stöku stað þar sem
höfundur vekur vandlætingu lesandans til samsinnis sér:
Óbyggt víðlendið myndi kalla á þá, sem framtakssamastir væri og frá-
bitnastir kösinni [...] Það væri óhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti
myndað sérstaka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hnepptur saman á svo-
lítilli frjósamri og þaulræktaðri pönnuköku. (222, leturbreytingar mínar)