Skírnir - 01.04.2002, Page 74
68
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
Náttúrufyrirbrigði eru einatt persónugerð og látin endurspegla
mannlega eiginleika - og þjóðlega arfleifð. Imynd náttúrunnar kall-
ast sterklega á við kvæði Bjarna Thorarensens „Island", ekki síst þar
sem tákn nútímans eru músagangur og kaupstaðaferðir (214).
Stíll ritgerðarinnar einkennist af varfærni og hófsemi en í nið-
urlaginu hrannast upp hvers konar stílbrögð til áhersluauka. Sá
kafli myndar áhrifamikið ris (climax) því þar er hnykkt á boðskap
sem hefur verið hluti frásagnarinnar allt frá upphafi sem dulin
undiralda. I lokaorðunum eru Oræfingar, sem ekki hopa á hæli
undan landbroti Skeiðarár og ógnum jökulsins, gerðir að tákni
þeirrar landvarnar sem brýnust sé og tvísýnust, „þar sem heiða-
bóndinn stendur gegn því að byggðin færist saman og landið
smækki" (226). Til að renna stoðum undir þessa niðurstöðu er
brugðið upp lifandi mynd (illustratio, evidentia) af tveimur ung-
lingum, öðrum úr nágrenni Reykjavíkur, hinum frá Svínafelli í
Öræfum og þeim hæfileikum og eðliskostum sem þroskast með
hvorum um sig.
Ritgerð Nordals var frumflutt sem opinber fyrirlestur og einn
af áheyrendum lýsir honum þannig:
hann tók til dæmis og samanburðar pilt úr Oræfunum og strák úr Mosfells-
sveitinni og sýndi, hversu jöklar og sandar, fárviðri og hættur, vegleysur og
vatnaföll stæla sálarkrafta piltsins úr Oræfunum og þroska vit hans og karl-
mensku, en strákurinn úr Mosfellssveitinni verður sofandi sauður fyrir
áhrif brúa og vega, lögbundinnar umferðar og bifreiðaskrölts og svo ná-
grennisins við hina syndum spiltu Babýlon íslands, Reykjavík, þar sem
engin hætta stælir vitsmunina, því að strákurinn úr Mosfellssveitinni veit,
að bifreiðunum má ekki aka ofan á hann. Erindið var, eins og vant er, sann-
legt og fagurt, en einhverjum, sem á hlustaði, fanst undarlegt, hversu veru-
leikanum gæti stundum skotið skökkum við sannindin - ekki að eins heil-
agrar kirkju, heldur líka vísindanna stundum -, þegar hann sá, að í tveimur
sætum hlið við hlið á sama bekk sátu piltur úr Oræfunum, að vísu mynd-
arlegur og vel af guði gefinn, eins og mörg íslenzk ungmenni eru hvarvetna,
sem betur fer, og strákur úr Mosfellssveitinni, sem þá var þegar orðinn
þjóðkunnur rithöfundur. Þessi strákur var Halldór Kiljan Laxness.8
8 Hallbjörn Halldórsson, „Ungir rithöfundar. Halldór Kiljan Laxness." Idunn,
N.f. XIII 1929, 385-386.