Skírnir - 01.04.2002, Page 75
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
69
Elstu ritgerbir Halldórs
Halldór Kiljan Laxness var orðinn afkastamikill greinahöfundur
innan við tvítugt. Peter Hallberg getur þess að Halldór muni fyrr
hafa náð snerpu og persónulegum blæ í ritgerðarstíl sínum en í
sagnastílnum9 og vísar þar til ritdóms um smásagnasafnið Ógróna
jörð eftir Jón Björnsson 1920, þann hinn sama og hafði ritdæmt
Barn náttúrunnar óvægilega veturinn áður. Ari síðar birtist upp-
gjör Halldórs við átrúnaðargoðið Knut Hamsun,10 sem hlýtur að
teljast ótrúlega þroskuð ritsmíð 19 ára höfundar. Ný bók meistar-
ans færir honum heim sanninn um að það hafi verið honum
„nokkuð grátt gaman að dýrka þennan listfenga villimann, sem án
afláts hendir skopi og lítur á alheiminn í ljósi háðs og fyrirlitning-
ar, en stjórnar pennanum af dæmafárri snild“. Hér birtist þegar sú
hugsjón að skáldskapurinn eigi að þjóna lífinu, stjórnast af kær-
leika til lífsins.
Ritgerðir þessa tímabils fjalla fyrst og fremst um bókmenntir
og ekki síst ritdóma, auk þess sem kaþólskur boðskapur verður
áleitinn kringum 1923. Efnisval verður aftur á móti mun fjöl-
breyttara og frjórra frá og með 1925 og er freistandi að setja það í
eitthvert samband við útkomu Bréfs til Láru árið á undan. Höf-
undur situr suður á Sikiley og ritar Vefarann mikla frá Kasmír.
Hann bregður upp glöggum og ljóslifandi myndum þess heims
sem hann gistir,* 11 fjallar um nútímafyrirbæri eins og tískuna og
boðar jafnan rétt kvenna og karla, en fyrst og fremst snýr hann sér
að því að lýsa íslenskum raunveruleika eins og hann kemur hon-
um fyrir sjónir. Veigamestur frá þessum tíma er greinaflokkurinn
„Af íslensku menningarástandi" sem birtist í Verði frá 27. júní til
12. desember 1925. í inngangi segist Halldór hafa dvalist árlangt á
Islandi og horft á landið bæði með augum gests og heimamanns:
Hlutlaus skoðari, dáði jeg ásýnd ótal hluta. En sem hluthafi í íslensku
þjóðerni, varð jeg margra hluta vís, sem mæddu og hreldu. (27/6)
9 Peter Hallberg, Vefarinn mikli I. Reykjavík 1957, 28.
10 „Síðasta bók Hamsuns." Morgunblaðið 15/9 1921.
11 „Frá Sikiley.“ Morgunblaðið 29.-30. júlí 1925.