Skírnir - 01.04.2002, Page 77
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
71
1926.12 Auk ögrandi stóryrða sem áður höfðu sést verður sjálf
bygging ritgerðarinnar lausari í reipum en dæmi voru um, þannig
að stundum er eins og hugsanirnar raði sér á blaðið milliliðalaust.
I „Ferðasögu að austan“13 er einhvers konar glettinn hálfkærings-
tónn allsráðandi. Milli þess sem höfundur spjallar kumpánlega við
lesendur hleypur hann út undan sér og bregður sér í ýmis gervi.
Hann setur sig í stellingar stjórnmálamanns eða landsföður, ávarp-
ar landslýð sem „háttvirta kjósendur“ og fylgir boðun sinni eftir
með slagorðum og upphrópunum (exclamatio):
Niður með tómthúsin og kumbaldana! Saman með fólkið! Frjálsara upp-
lit! Minna af „sjálfstæðum skoðunum“! Meira af göfgandi veruleik!
(Vörður 16/10 1926)
Og nú er Halldór farinn að hnykkja á með prakkaralegum ýkjum
(hyperbole) og stóryrðum til að ganga fram af lesendum sínum:
Alt sem málfræði snertir á að lögbanna í almennum barnaskólum [...]
Y-ið er glæpsamlegur bókstafur, og það mætti eins vel kenna börnunum
gripdeildir, eins og það, hvar slík fígúra skuli standa í rituðu máli. (23/10)
Nafnið „Raflýsing sveitanna"14 er bein vísun í fyrirsögn á
grein eftir Sigurð Nordal í því tölublaði Vöku sem var nýkomið
út,15 en í það rit vísar Halldór reyndar hæðnislega hvað eftir ann-
að. Fyrsta greinin (8/3) hefst á innblásinni upphrópun með trúar-
legu ívafi:
Æ hvílík firn af þjáningum! Hvílík firn af böli! Það er lagður svo þungur
kross á suma! En skyldi guð ekki hugga þá, sem haldnir eru meinum, er
engin mannshönd fær læknað, engin mannúð bætt?
Höfundur kveðst vilja lækna þau mein sem í mannlegu valdi
standi að bæta og játar mannkyninu ást sína. Því næst er hverfult
mannlífið sýnt í skuggsjá einhvers sem vaknar og horfir út í
myrkrið og endalausan snjóinn og „Eftir fáeina morgna fýkur
12 Peter Hallberg, Hús skáldsins I. Reykjavík 1971, 15-31.
13 Vörður 16/10 og 23/10 1926.
14 Alþýðublaðið mars 1927.
15 Sigurður Nordal, „Rafstöðvar á sveitabæjum." Vaka 1927, 35-40.