Skírnir - 01.04.2002, Síða 79
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
73
móti að gera textann einfaldari og láta hann höfða til alþýðu
manna.
Þannig þróast ritgerðarsmíð Halldórs á þessum árum til upp-
reisnar gegn viðteknum skoðunum: íhaldssemi, vegsömun fornra
gilda, tilhneigingu að halda sem mestu í föstum skorðum, vernda
hina aldagömlu bændamenningu, hindra menningarlegt rof. En um
leið og Halldór rís upp gegn þessum ríkjandi hugmyndum meðal
menntamanna gerir hann einnig uppreisn gegn þeim ritgerðarstíl
sem er miðill þeirra hugmynda. Hann brýtur ritstílinn upp á ýmsan
hátt, innleiðir strákslegt orðfæri, beitir sífellt glannalegri ýkjustíl,
breytir hefðbundinni ritgerðarbyggingu í meðvitaðan óskapnað,
og umfram allt lætur hann ekki marka sér þann umræðuvettvang
sem forverar hans höfðu stikað út, heldur skopast að kenningum
þeirra og andmælir þeim með fáum en vel völdum orðum.
Alþýdubókin
Alþýðubókin er ávöxtur þess að „bylting hefir gerzt í sálarlífi höf-
undarins" sem íslenskri alþýðu býðst að njóta.17 Hún á það sam-
eiginlegt með flestum fyrri ritgerðunum, og Bréfi til Láru Þórbergs
Þórðarsonar, að vera mjög huglæg og persónuleg. Þau einkenni
orðfæris og stíls sem mest ber á eru hin sömu og einkennt hafa þær
ritgerðir sem áður var fjallað um. Þetta sést glöggt af merkilegum
ritdómi Sigurðar Einarssonar sem birtist í Iðunni 1930. Hann get-
ur þess að einhverjir lesendur sjái ekki í bókinni annað en hrakyrði,
léttúð, skammir og kjaftavaðal og bætir við að fjölmörgum gangi
illa að sætta sig við stíl Halldórs, „þykir á skorta ró og hæversku og
fágun orðbragðsins“. En í þessu efni tekur Sigurður upp hanskann
fyrir skáldbróður sinn með þeirri röksemd að „orða- og hug-
myndaforði og allur háttur framsetningar, sá, er tíðkaður hefur
verið í borgaralegum bókmentum, er hreinskilnum og hugrökkum
nútímarithöfundi gersamlega ónothæfur.“ Halldór hafi því „sem
margir fleiri, orðið að skapa sér nýtt orðfæri, nýtt mál“.18
17 Peter Hallberg, Hús skáldsins I. Reykjavík 1970, 79.
18 Sigurður Einarsson, „Þrjár bækur.“ Idunn, Nýr flokkur XIV, 1930, 400.