Skírnir - 01.04.2002, Side 81
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
75
þeir telja fram skoðanir sínar og skýra viðhorf sín“ er það eigi að
síður „sorgarefni" ef menn tala á móti þjóðnýtingu atvinnutækj-
anna og öðrum málum sem varða alþýðuheill:
Slíkar skoðanir stafa af skorti á sannleika eða réttara sagt skorti á menningu
hjartans, og ber að flokka þær með drykkjuskap, drápgirni, kynvillu, ást á
skít og lús og öðmm andhverfum tilhneigingum. (22-23 - enumeratio)
Líkingar eru ekki ríkjandi stíleinkenni í Alþýðubókinm fremur
en í fyrri ritgerðum Halldórs en bregður þó fyrir, ekki síst í ljóð-
rænni hlutum bókarinnar. Margar varða þær samsömun manns og
náttúru, m.ö.o. „það samræmi landslags og örlaga, sem er kallað
þjóð“ (50-51). Um alþýðumenn segir á einum stað að þeir standi
„í sjó upp að knjám með sjálfa fornöldina í blóðinu og salt í skegg-
inu“ (evidentia, 14). Þjóðin, þ.e.a.s. hin óspillta alþýða, landið og
sagan renna saman í órofa heild,
og svipur landslagsins speglaðist í sjálfum oss líkt og í tæm vatni, og vér
fengum í málfar vort einkenni, sem tekið hafa keim sinn af viltum jurtum.
(56)
Andstæður þessa samræmis og einingar eru síðan hinir „gráðugu
auðvaldsdjöflar" sem „eru eins konar pestarsýklar, sem valda
hryllilegum ýldusárum í mannfélagslíkamanum“ (367, sbr. 84 og
298).
Ykjur, ögrandi samlíkingar og þverstæður eru enn sem fyrr al-
geng stílbrögð:
Gerast á degi hverjum grátlegri sorgarleikir í höndlun mannssálna innan
svo kallaðra heimilisvéa en dæmi em um úr krossferðum og heimsstyrj-
öldum. (150)
Enginn er sá glæpur, sem ekki öskrar pereat (farist!) á þjóðskipulagið.
Þess vegna á að hengja einn prest og einn dómara og sprengja upp einn
banka og eina kirkju í hegningarskyni við þjóðfélagið í hvert skifti, sem
glæpur er framinn. (255-256)
Leið mín til hinna jarðnesku hugðarefna hefur legið gegn um fánýti
himnanna. (362)
Af lestri fyrrnefnds ritdóms Sigurðar Einarssonar má ráða
hvað Alþýðubókin og ritgerðir Halldórs yfirleitt frá þessum tíma