Skírnir - 01.04.2002, Side 82
76
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
skera sig úr öðrum samtímaskrifum: „Ég þekki engan íslenzkan
rithöfund, er leyft getur sér að hneykslislausu djarfyrði Kiljans og
galsa [...] Furðukend er sá hugblær, sem Halldór Kiljan hefur kos-
ið að gera hið almenna andsvar við ritum sínum.“19
Þegar ritgerðaúrval Halldórs var gefið út á sænsku 1959 voru
að ósk útgefanda og þýðanda teknar með þrjár ritgerðir úr Al-
þýðubókinni, „Bækur“, „Þjóðerni“ og „Um Jónas Hallgrímsson".
I formála er næstum eins og höfundur biðjist velvirðingar á þessu
vali. Hann nefnir þær tilraunaritgerðir frá æskuárum í Ameríku,
kennir þær við spámannlegan hjarðljóðastíl, naífisma, reiðilestur
úr biblíunni og hástemmdan þjóðernisanda. Yngri ritgerðirnar
segir hann hins vegar í ætt við kjallaragreinar nútímans, þar sem
fjallað sé um efnið hlutlaust, kalt og yfirvegað, á snobbaða heims-
mannsvísu.20 Lýsingar beggja eru vitaskuld í dæmigerðum ýkju-
og ólíkindastíl höfundar, en ljóst er eigi að síður að andinn í rit-
gerðunum hefur breyst. „Hlutlaus skoðari“ hefur leyst hluthafann
í veruleikanum af hólmi. Þetta getur talist einkenni á ritgerðum
undir lok 6. áratugarins.
Yngri ritgerðasöfn
Ritgerðir og greinar Halldórs í prentuðum ritgerðasöfnum frá Dag-
leið á fjöllum 1937 til Og árin líða 1984 eru hálft fjórða hundrað að
tölu. Tvær ritgerðabækur frá þessum tíma eru þó ekki taldar með,
Skáldatími 1963 og Islendingaspjall 1967, vegna þess að þær eru
ekki ritgerðasöfn heldur mynda hvor um sig samfellda heild. Þess-
ar greinar og ritgerðir hafa verið flokkaðar eftir efni og þá tekið
mið af efnisflokkun höfundar sjálfs í Sjálfsögðum hlutum 1946,
svo langt sem hún nær. Sú flokkun er vitaskuld gróf og álitamál
hvar eigi að ætla ákveðnum ritsmíðum stað. Þess má geta að marg-
ar tengdar greinar undir einni fyrirsögn hafa gjarnan verið skráð-
ar sem ein grein; þetta á t.a.m. við „Tvær greinar um sambands-
málið“ og „Laxdælumálið“ (sex greinar) í Vettvangi dagsins,
19 Iðunn 1930, 401.
20 Halldór K. Laxness, Utsaga. Stokkhólmi 1959, 8.