Skírnir - 01.04.2002, Page 85
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
79
ar skarpar andstæður innan hverrar þjóðar, milli almennings og
stjórnmálamanna, og höfundur er bjartsýnn á að friðsöm alþýða í
öllum löndum muni ekki láta spillta stjórnmálamenn etja sér út í
atómstríð.24 Hann er óþreytandi að stuðla að menningartengslum
milli Islendinga og þjóða Sovétríkjanna til að útrýma hatri og for-
dómum meðal almennings í trássi við stjórnmála- og stríðsæsinga-
menn.25 Viðbrögð hans við stríðsátökum samtímans birtast annars
vegar í hryggð og vandlætingu, hins vegar í þverstæðukenndum,
kaldhæðnislegum yfirlýsingum í ljósi þeirra fjarstæðukenndu lífs-
reglna sem slík stríð lúta:
Og við þá litbræður mína sem játa kristna trú, vildi ég einkum og sérílagi
segja þetta: hversu skemtileg iðja sem morð kann að vera, hafðu það samt
fyrir fasta reglu, kæri kristni bróðir, að drepa aldrei fleiri menn en svo að
þú ásamt fjölskyldu þinni treystir þér til að éta þá; því að hin eina fram-
bærilega réttlætíng þess að vér drepum dýr, er sú að vér ætlum að éta
þau.26
Frá og með 1956 fjalla stjórnmálagreinar Halldórs einkum um
Sovétríkin og fylgiríki þeirra. Þar ríða yfir áföll hvert af öðru:
leyniræða Khrústjovs með uppljóstrunum um „ógnaræði sem
framið hafi verið í Ráðstjórnarríkjunum í blóra við sósíalismann,
í blóra við alla sósíalistíska siðfræði, á undanförnum áratugum“,27
og síðan innrásin í Ungverjaland. I þeirri grein sem vitnað var til
rekur Halldór í fáum dráttum sögu sovésku byltingarinnar og eig-
in kynni af þeim heimi sem þar varð til og af fólki sem sé „ýmsir
vænstu og göfugustu menn sem ég hef kynst“ (82). Og einnig við-
brögð við hinum nýju afhjúpunum:
Af kynníngu minni við friðarvini í Ráðstjórnarríkjunum og við margboð-
aða friðarstefnu ráðstjórnarinnar er mér þessi styrjöld ráðstjórnarinnar
við úngverja óskiljanleg ógæfa, hnekkur sem að sorgleiksþúnga jafnast
24 Sbr. t.d. „Friðarstefna evrópumanna." Dagur í senn. Reykjavík 1955, 64-66;
„Yfirlýsíng um kjarnorkuhernað" (1955). Gjörníngabók, 41.
25 Sjá greinarnar „Inngángsorð að MÍR, tímaritinu"; „Ávarp á samkomu MIR 11.
nóv. 1950“; „Gestir okkar og við“, „Vinátta þjóðanna er fall fólkmorðíngj-
anna.“ Dagur ísenn, 170—184.
26 „íslensk hugleiðíng í tilefni friðarþíngs þjóðanna“ (1952). Dagur í senn, 160.
27 „Sjöundi nóvember 1956.“ Gjörníngabók, 82.