Skírnir - 01.04.2002, Page 86
80
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
aðeins á við hin hryllilegu harmatíðindi sem upp var ljóstað í Moskvu
síðla vetrar á þessu ári. (83)
Viðbrögðin eru fyrst heit, tilfinningaþrungin, þannig að ekki jafn-
ast á við annað en ritgerðir fyrir tíma Vefarans,28 en síðan þögn,
þannig að undantekning er ef Halldór kveður sér hljóðs um
stjórnmál. Bréf þess efnis sem honum berast jafnt og þétt spyrðir
hann saman og svarar í eitt skipti fyrir öll með talsverðri kald-
hæðni:
Hvað mundi mannkynið græða áfundum aðstu manna?
Það getur að minsta kosti aungu spilt að safna saman á einn stað í sosum
viku mönnum sem láta sér detta í hug svo fyndinn hlut einsog að semja
um hvort eyða skuli mannlífi jarðarinnar eða ekki. Það er altént nógu
spaugilegt að heyra marxista og presbýterana tala saman.29
Skáldatími fellur utan þessarar umfjöllunar, eins og fyrr var nefnt.
En eina dæmi upp frá þessu um að Halldór láti heimsmálin til sín
taka í ritgerðarformi, að undanteknum pöntuðum greinum í til-
efni af söfnunum til mannúðarmála eða þvíumlíku, er ritgerðin
„Jarpir menn og bleikir" sem var frumprentuð í The New York
Times 1973 en ekki birt í þýðingu fyrr en í Við heygarðshornið
1981 (168-177).
Undirtitill er „Grafskrift við Víetnamstríðið" og greinin fjallar
um það stríð sem mannfræðilegt rannsóknarefni. Athugandinn
stendur álengdar og skoðar og skilgreinir, sbr. háttarorðin: „Tor-
séð“, „fróðlegt", „eftirtektarvert“, „hyggja spakvitríngar", „svo
virðist sem“ o.fl. Höfundarímynd er fjarlæg, ópersónuleg. Ef hug-
að er að gildishlöðnum orðum sem svo mikið kveður að í fyrri
stjórnmálagreinum Halldórs, er notkun þeirra hér með minnsta
móti og þá annað tveggja niðrandi eða íronísk, sem eru tvær hliðar
á sömu mynt:
Torséð hvort manneskjan hefur verið vanmetapeníngur frá upphafi. (168)
Einsog allir vita er maðurinn [...] siðferðilegt dýr -þóþað sé lyginni lík-
ast. (169)
28 Sjá t.d. „Bréf úr Alpafjöllum.“ Alþýðublaðið 15/2-20/2 1922.
29 „Svar við mörgum bréfum.“ Gjörníngabók, 133.