Skírnir - 01.04.2002, Page 87
SKÍRNIR
HLUTHAFI f VERULEIKANUM ...
81
[Ejirðu aungvu fyren báðir höfðu frækilega og af miklurn hetjudug kluss-
að hvorir öðrum til H. (170, leturbreytingar mínar)
Niðurstaða hinnar mannfræðilegu rannsóknar virðist sú að allar
þær andstæður í heimsbyggðinni og árekstrar sem notuð séu til að
réttlæta stríð séu aðeins platkenningar eða merkingarlaus hug-
myndafræði; mergurinn málsins sé sá að manneskjan sé það
kykvendi sem njóti þess að afmá sjálft sig. Freðið hlutleysi, í besta
falli kaldhæðin íronía með sárum undirtóni hefur leyst hluttekn-
inguna af hólmi:
Okkur sem ekki vorum skotin í þessu stríði þótti fróðlegt að sjá í sjón-
varpinu alla þessa glottandi litlu menn í svörtu náttfötunum; og skít-
hræddir smákrakkar alsberir á hlaupum yfir torgin undan spreingikúlum
siðmenníngarinnar. (176)
Menningargagnrýni
Menningarhugtakið er mjög víðtækt í skrifum Halldórs allt frá
fyrstu tíð, þar sem það merkir jafnt veraldlegt sem andlegt viður-
væri. Til grundvallar liggur enn sú hugsun að fólk geti ekki notið
menningar nema ýmsum frumþörfum sé fullnægt, menningarstig
manns markist af lífskjörum hans og ytra atlæti:
Stundum þegar ég er að lesa þunga dóma um bækur mínar og annarra, þá
grípur mig löngun til að vita hvort ritdómarinn búi í góðu húsi.30
Þessum flokki tilheyra allmargar stuttar greinar um dægurmál
sem birtust í næstu ritgerðasöfnum, einkum Dagleið á fjöllum,
Vettvangi dagsins og Sjálfsögðum hlutum. Dægurgreinarnar birta
virka þátttöku höfundarins í málefnum líðandi stundar, þar sem
hann lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Ádrepur í fyrstu ár-
göngum Tímarits Máls og menningar, sem flestar voru síðan end-
urprentaðar í Vettvangi dagsins (1942) og Sjálfsögðum hlutum
(1946), fjalla t.a.m. um svo hversdagsleg efni sem lágkúruleg skrif
dagblaðanna, dönskuslettur, fyllirafta og lúsablesa, ljótar nafngift-
30 Dagleið áfjöllum. Reykjavík 1937, 30.