Skírnir - 01.04.2002, Page 91
SKÍRNIR HLUTHAFI í VERULEIKANUM ... 85
Hér hefur hin íslenska endursamning mikla sérstöðu gagnvart
frumtextanum, sem er ætlaður dönskum lesendum, en almennt er
stíllinn mjög blæbrigðaríkur og hnyttinn og einkennist m.a. af
ferskum líkingum og tengingu fjarskyldra fyrirbæra.
Ekki verður teljandi framhald á slíkum ritgerðum fyrir utan-
landsmarkað, að minnsta kosti ekki á sviði menningargagnrýni. I
síðustu ritgerðasöfnunum er Halldór hins vegar aftur farinn að
taka þátt í deilumálum líðandi stundar, og má einkum benda á Við
heygarðshornið (1981). Þar kveður hann sér hljóðs um friðun
mýrlendis, hundahald og dýravernd, verndun Bernhöftstorfunnar,
dönskuslettur, „sko“-blaðamennsku og stafsetningu.
Greinin „Nýtt setumannaævintýri“ í safninu Seiseijú, mikil
ósköp (1977) er að ýmsu leyti dæmigerð fyrir deilugreinar Hall-
dórs frá síðari árum. Tilefnið eru maraþonræður Sverris Her-
mannssonar á Alþingi gegn afnámi bókstafsins z, sem leiðir huga
höfundar aftur til ársins 1941 þegar hann var dæmdur til fangels-
isvistar fyrir að nota ekki þennan bókstaf. Sem meira að segja er
dauður bókstafur í íslensku, táknar ekki neitt sérstakt hljóð:
Sverrir þíngmaður Hermannsson verður að fara til Þýskalands til að
heyra þetta hljóð; en þar getur hann líka heyrt það allan daginn.34
Imynd höfundar er háttvís en gamansöm og fróðlegt að bera grein-
ina saman við eldri deilugreinar Halldórs um stafsetningu. Þannig
segir hann í formála Hrafnkötluútgáfu sinnar 1942 að sagan sé
færð til lögboðinnar stafsetningar íslenzka ríkisins í sérstakri minningu
um stjórnarskrárbrot það, sem þjóðfífli íslendinga tókst að fá Alþingi til
að drýgja í fyrra með setningu skoplaga þeirra gegn prentfrelsi á íslandi.35
Þessi orð minna á lokakafla yngri greinarinnar þar sem farið er
ögn ólíkt að; tilefnið er hér sú röksemd að seta auðveldi börnum
að skilja rót og uppruna íslenskra orða:
Má ég spyrja háttvirtan fyrsta sjálfkjörinn setufræðíng og etýmólóg
Sverri Hermannsson: úr hverju mynduðust orðin hundur og köttur? Og
34 Seiseijú, mikil ósköp. Reykjavík 1977, 174.
35 Vettvangur dagsins. Reykjavík 1942, 335.