Skírnir - 01.04.2002, Page 92
86
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
hvernig og úr hverju er myndað orð einsog seta? Og hver er upprunaleg
mynd orðsins fífl? (177)
Ritgerðin og rómaninn
Ritgerðir Halldórs Laxness hafa mikið gildi sem vitnisburður um
viðhorf hans og stöðu á mismunandi tímaskeiðum. Elstu ádeilu-
greinarnar, fullar af ögrunum og stráksskap, eru til marks um
ástríðufulla hlutdeild hans í baráttu íslenskrar alþýðu til mann-
sæmandi lífs, eða menningarlífs í þeim víða skilningi sem hann
lagði í það orð.36 Allt til loka bera ritgerðir hans með sér lifandi
áhuga á viðfangsefnum líðandi stundar. Hér hefur verið fjallað
nokkuð um þá stílbreytingu sem verður vart í lok 6. áratugarins,
hvernig efahyggjan, tortryggnin gagnvart allsherjarsannleika
hvers konar, setur mark sitt á ritgerðarstílinn. Þátttaka í deilum
samtímans heima og heiman er þó söm við sig þrátt fyrir breyttar
áherslur og engin ástæða til að ætla að sú afstaða hans sé breytt að
það að vera „mannkyninu unnandi", „samlíðunin með Ástu Sól-
lilju á jörðinni", sé forsenda góðra listaverka. Það er í nafni mann-
úðarhyggjunnar, húmanismans, sem hann rís upp gegn alræðis-
kerfum og þeirri kreddutrú og óumburðarlyndi sem eru fylgifiskar
þeirra.37
Breytingar í ritgerðarstíl Halldórs á 6. og 7. áratugnum fara
saman við breytingar og tilraunir í skáldsagnastíl hans. Það er ein-
mitt í Upphafi mannúðarstefnu, sem hann ritar „Persónulegar
minnisgreinar um skáldsögur og leikrit" og berst þar um á hæl og
hnakka til að losa sig við persónuna Plús Ex. Þessi Plús Ex er „sú
boðflenna með aungu nafni og óglöggu vegabréfi sem ævinlega er
viðstödd líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofaní skáld-
sögu“.38 Hann þarf ævinlega að láta á sér bera og troða skoðunum
sínum og hugðarefnum upp á lesandann. Halldóri þykir þetta
tæplega samræmast „þeirri íþrótt sem kend er við skáldsögur"
36 Vésteinn Ólason, „Innleiðsla mannsins í öndvegi." Sjö erindi um Halldór Lax-
ness. Reykjavík 1973, 41-60.
37 Upphaf mannúbarstefnu. Reykjavík 1965, 7-30.
38 Upphaf mannúðarstefnu, 73.