Skírnir - 01.04.2002, Page 98
92
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
un evrópskra Flóres sagna, enda hefur því einnig verið sinnt ágæt-
lega.* * * 4 Tilgangurinn er ekki heldur að fjalla um sögulegt samhengi
Flóres sögu á Islandi, enda er ekki vitað með vissu hvenær sagan var
þýdd, hvenær hún barst til Islands eða hverjir munu hafa hlýtt á
hana eða lesið. Þar af leiðandi er erfitt að meta áhrif hennar.
Þess í stað verður hér reynt að túlka söguna og kjarna hennar.
Erfitt er að draga af því víðtækar ályktanir um sögulegt samhengi
hennar, enda margt móðu hulið um tilurð hennar. Á hinn bóginn
færir nákvæmur lestur á Flóres sögu okkur eigi að síður nær skiln-
ingi á hugarheimi Islendinga fyrri alda sem þekktu ekki aðeins
Njálu, Grettlu, Bósa sögu og sögur heilagra manna. Þeir kynntust
líka og fengu áhuga á rómantískum sögum eins og Flóres sögu og
Blankiflúr og slíkar sögur gátu orkað á viðhorf þeirra og heimssýn.
Hver veit nema til hafi verið íslensk ungmenni sem hafi hrifist meir
af Flóres sögu og Blankiflúr en sjálfri Njálu? Um það er ekkert hægt
að fullyrða. Við vitum það eitt að báðar sögurnar voru til hér á landi.
Flóres saga og Blankiflúr er ekki frumlegt íslenskt verk en hún
barst hingað og hafði áhrif í íslenskri menningu. Slíkar þýðingar
hafa löngum verið hálfgerð stjúpbörn í bókmenntaumfjöllun, eins
og Ástráður Eysteinsson hefur nýlega bent á.5 Mun minna hefur
þannig verið fjallað um þýddar norrænar miðaldabókmenntir en
efni standa til. Hér er gerð ein lítil tilraun til að gera bragarbót á því.
2. Hold
Flóres saga og Blankiflúr er ástarsaga eins og ýmsar aðrar riddara-
sögur. En þó að yrkisefnið sé hið sama getur afstaðan verið afar
mismunandi. I sögunni um Tristram og Isönd er ástin þjáning. Ást
Blankiflúr and Parcevals saga,“ Parergon 8,2 (1990), 23-36; Helle Degnbol, „Le
poéme framjais Floire et Blancheflor, le récit en prose norroise Flóress saga ok
Blankiflúr et la chanson suédoise Flores och Blanzaflor," Revue de langues
romanes 102 (1998), 65-95. Sjá einnig Geraldine Barnes, „The riddarasögur and
mediæval European literature," Mediaeval Scandinavia 8 (1975), 140-58.
4 Patricia E. Grieve (Floire and Blancheflor and the European Romance.
Cambridge 1997) hefur túlkað söguna út frá fjölmörgum evrópskum afbrigðum
hennar.
5 Ástráður Eysteinsson, Tvímœli: Þýðingar og bókmenntir. Reykjavík 1996.