Skírnir - 01.04.2002, Síða 100
94
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
ekki drukkið af sama brjósti (8) og þannig minnt á áfergju barns-
ins í móðurmjólkina, hina fyrstu girnd. Fyrir barninu tengist
brjóstið hinni fyrstu næringu en á gelgjuskeiði uppgötvast önnur
hlutverk þess og þetta brjóstatal í upphafi vísar til hinnar holdlegu
ástar síðar í sögunni. Eins er ástandi kristnu konunnar í óléttunni
lýst rækilega: „Þá tekr hon merki konungs ok gyrðir sik með, ok
tók at kasta hpndum ok andvarpaði mjpk, gerðiz stundum bleik,
en stundum rjóð“ (5-6). I sögunni má þannig finna talsverðan
áhuga á hinu holdlega, á líkama mannsins ekki síður en sálinni.7
Girndin kviknar þó fyrst fyrir alvöru þegar Flóres og
Blankiflúr eru aðskilin:
Þá eina huggan hafði hann, er honum kom í hug Blankiflúr; en þat þótti
horium sœtara en npkkurr ilmr. Um nætr dreymdi hann, at hann þóttiz
kyssa Blankiflúr; en þá er hann vaknaði, þá misti hann hennar. (13)
Flóres dreymir ekki Blankiflúr sem gyðju á stalli heldur líkamlega
ástkonu sem hann vill kyssa og faðma. Þegar elskendurnir hittast
að lokum eru viðbrögð þeirra einnig holdleg: „En er Flóres heyrði
þetta, þá hljóp hann upp or laupinum, ok þegar, sem þau sáz, þá
mintuz þau við ok fpðmuðuz langa hríð“ (61). Síðan leiðir
Blankiflúr Flóres „í hvílu sína, er nóg var búin með gullvef, ok
sagði þá hvárt pðru sinn vilja" (62). Vilji þeirra stendur greinilega
til holdlegra ásta: „Váru þá hálfan mánað saman, átu ok drukku ok
sváfu bæði samt“ (63). Eftir það kemst Blankiflúr ekki úr rúminu:
„En er hon vildi upp standa, faðmaði Flóres hana, kysti ok hneigði
hana í sængina aptr. Sofnuðu síðan svá, at varir þeira lágu saman“
(65). Kossum, faðmlögum og hvílubrögðum er lýst sem sjálfsögð-
um hlut en ekki stórhættulegri siðspillingu. Þessi nautn tengist
öðrum líkamlegum nautnum: áti, drykkju og svefni.8
7 Um hold og holdleysi í miðaldatextum hefur nokkuð verið fjallað að undan-
förnu á fræðilegan hátt. Sjá m.a. James A. Schultz, „Bodies That Don’t Matter:
Heterosexuality before Heterosexuality in Gottfried’s Tristan," Constructing
Medieval Sexuality. Karma Lochrie, Peggy McCracken og James A. Schultz rit-
stýrðu. Minneapolis og Lundúnum 1997, 91-110. Sjá einnig Roy Porter,
„History of the Body,“ New Perspectives on Historical Writing. Peter Burke rit-
stýrði. Cambridge 1991, 206-32.
8 Eins og Aalbæk-Nielsen hefur bent á er þetta þvert á hið vanalega í riddararóm-
antík þar sem ástin er eins konar leikur sem er dreginn á langinn: „Den hoviske