Skírnir - 01.04.2002, Page 103
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
97
Sem hann heyrði, at hon var dauð, þá kunni hann því svá illa, at hann fell
í óvit. ... En hann fell III sinnum á lítilli stundu í óvit; en þá er hann
vitkaðiz, þá mælti hann svá: „Aufi, aufi, dauði!“ ... En þá er hann sá ritat
á grgfinni, at: hér liggr Blankiflúr, sú er mikla ást hafði á Flóres, þá fell
hann II sinnum í óvit, áðr en hann gæti talat; en síðan settiz hann upp á
grgfina ok tók at harma hana ok gráta, ok mælti svá: „Aufi, aufi ...“
(21-22)
Flóres hvorki getur né vill sýna stillingu. Ofsinn í viðbrögðum
hans er eins konar unglingaveiki en sem slíkur er hann til marks
um að Flóres sér enga þörf fyrir að stilla skap sitt og laga sig að
kröfum hinna eldri; hann er óhræddur við tilfinningar sínar. Hann
heldur síðan áfram að falla í öngvit (44) en þess á milli stynur hann
og andvarpar og fær hvorki étið né drukkið (32-33). Ekki er þó
þunglyndið langvinnt, allt er gleymt á einu augnabliki þegar hann
hittir Blankiflúr á ný.
Raunar þarf það ekki til. Strax áður en hann leggur af stað hef-
ur hann gleymt henni í ákefðinni við að skipuleggja ferðina og æv-
intýrið með tilheyrandi farangri. Þegar Flóres heldur af stað í hina
erfiðu ferð virðist hann ekki gera sér neina grein fyrir erfiðleikun-
um og tekur með sér allan silfurborðbúnað fjölskyldunnar. Hann
er svo ákafur í að dulbúast sem kaupmaður að hann tekur með sér
safalaskinn og marðskinn (28). Þegar svo er minnst á „hana“ og átt
við Blankiflúr þarf hann að spyrja við hverja sé átt! (29) En þrátt
fyrir allan undirbúninginn dettur hann úr gervinu um leið og
minnst er á unnustuna (35, 44). Söknuður Flóres er hömlulaus en
þar með er ekki sagt að hann sé öðrum staðfastari því að hann er
tekinn að efast um ferð sína áður en hann hefur lent í nokkurri
raun (41).
Foreldrar Flóres eru helstu ljón á vegi hamingju þeirra. Hetjan
þarf að yfirvinna foreldravaldið og skapa sér örlög. Foreldrar
Flóres og Blankiflúr eru í samsæri gegn þeim og vilja hindra þau í
að lifa ástalífi eins og hinir fullorðnu. I sögunni er andstaðan við
ástir unglinganna skýrð á félagslegan hátt með stéttamun, þar sem
Flóres er konungssonur en Blankiflúr dóttir ambáttar. Hið al-
menna gildi slíkrar sögu er að í þessari fléttu er skírskotað til of-
sóknaruggs (paranoiu) unglingsáranna. Algengt er að unglingar