Skírnir - 01.04.2002, Síða 105
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
99
þeim; áður hafði Felix konungur séð göfugt svipmót móður
Blankiflúr á henni (4). Eins sjást reiðimerkin skýrt á konungi þeg-
ar hann hefur komist að ástum Flóres og Blankiflúr: „hon sá á
honum mikla reiði fyrir því at hann var rauðr sem karfi“ (11). Og
þegar konungur og drottning skilja við son sinn eru þau „grátandi,
ok tóku síðan at reyta hár sitt, ok bgrðu sik“ (31). Flóres saga og
Blankiflúr einkennist eins og áður sagði af nánu sambandi hins
ytra og hins innra og sterkum tilfinningaviðbrögðum sem menn
bera utan á sér.11 Hvergi eru þau sterkari en hjá Flóres sjálfum sem
ýmist er fullur örvæntingar eða bjartsýni og er fljótur að skipta
skapi, eins og margir unglingar.
I líkindum Flóres og Blankiflúr hverfur kynjamunur. I slíkum
tilvikum er yfirleitt litið jákvæðari augum að konur verði sem
karlar en karlar hegði sér kvenlega og á það jafnt við á miðöldum
og nú. Hér er það aftur á móti Flóres sem líkist konu, í fegurð
sinni, viðkvæmni, stöðugum gráti og öngviti. Hegðun hans virð-
ist okkur öfgakennd og raunar einnig fremur óvenjuleg í menn-
ingarheimi íslenskra miðalda, þar sem karlmennska einkennist af
stillingu og yfirvegun en ekki gráti og geðshræringu, hvað þá því
að menn taki að svelta sig.12 Um leið og Flóres hegðar sér hér eins
og unglingur er hann fremur ókarlmannlegur ef viðmiðin um karl-
mennsku eru Egill, Grettir, Gunnar eða Kári.
Kvenleiki Flóres kemur skýrt fram í risi sögunnar þegar kon-
ungurinn sem vill eiga Blankiflúr sendir svein sinn að finna hana.
Sveinninn ruglast þá á Flóres og meynni Elóris: „þá sá hann, hvar
þau lágu, Flóres ok Blankiflúr, ok hugði hann, at Elóris mundi
vera, þvíat Flóres hafði eigi skegg; váru fár meyjar fríðari" (66).
Flóres er skegglaus karlmaður og fagur sem meyja. Konungur
fylgir sjálfur í kjölfarið:
11 Slík viðbrögð eru tekin sérstaklega til meðferðar í nýlegri MA-ritgerð Aldísar
Guðmundsdóttur („„Því ertu þá svo fölur?“ Um tilfinningar í nokkrum Is-
lendingasögum." Háskóli íslands, júní 1999). Geta má þess að samsvörun hins
innra og ytra er vitaskuld lykilatriði í ævintýrum (sbr. nmgr. 33).
12 Sbr. Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur: Kynjasaga frá 13. öld,“ Skímir
174 (2000), 21-48. Svelti er almennt fremur tengt hinu kvenlega en hinu karl-
lega þó að vitaskuld sé málið flóknara en svo (sbr. Maud Ellmann, The Hunger
Artists: Starving, Writing & Imprisonment. Lundúnum 1993).