Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 106
100
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
En þá mátti hann sjá gll þau tíðindi, hversu þau lágu. Stendr hann yfir
þeim með brugðnu sverði, ok eru þau nauðuliga stgdd, nema guð hjálpi
þeim. Vissi konungr varla, hvárt mær lá hjá Blankiflúr eða karlmaðr, sak-
ir þess at hann hafði ekki skegg; enda var hann nóg fagr; bauð hann svein-
inum, at taka klæði af þeim á brjóstinu, svá at hann mætti sjá, hvárt væri.
Nú sér hann, at þetta er karlmaðr, ok ofrar nú sverðinu, ok vildi
h<?ggva þau í miðju í sundr. (67-68)
Áður en hann nær að höggva þau vakna Flóres og Blankiflúr og
taka að gráta. Er þar enginn munur á karli og konu, Flóres brynn-
ir ófeiminn músum eins og hver önnur stúlka í geðshræringu.
Þýðandi sögunnar getur varla hafa gert ráð fyrir að hlýðendur
sögunnar væru vanir slíkum hetjum en í sögunni er þó ekkert lát-
ið uppi að eitthvað óeðlilegt sé á ferð.
Sögumaður tekur þvert á móti skýra stöðu með Flóres og
finnst eðlilegt að hann fari að hágráta þegar honum er ógnað; seg-
ir: „sem ván var“ (68). Þetta er þvert á þau viðhorf til hetjuskapar
sem birtast til að mynda í íslendingasögunum þar sem aðeins
þrælar og lyddur brynna músum en sannir karlmenn gráta alls
ekki. í Njáls sögu kosta brigsl um grát Gunnar Lambason lífið.13
Flóres er öðruvísi. Hann lítur út eins og stúlka því að hann vant-
ar skeggið og er svo fríður að hann þekkist ekki frá konum. Svo er
hann sígrátandi. Harmur hans, vonleysi og vanmáttur gera hann
líka kvenlegan og óvirkan.14 Það er ekki fyrr en í lok sögunnar að
Flóres fær að sanna karlmennsku sína í burtreiðum eftir að hafa
raunar sannað hana í sænginni með Blankiflúr.
Þrátt fyrir að Flóres gegni hefðbundnu karlmannshlutverki í
brúðarleitarsögum, leiti hinnar heittelskuðu, brjótist inn til henn-
ar og berjist fyrir hana, er það með öðrum hætti en tíðast er.15 Það
fer lítið fyrir hetjudáðum í sögunni, fyrr en þá í blálokin. Flóres er
hjálpað af stað, hjálpað á leið og þegar hann loksins finnur Blanki-
flúr hefur hann ekki rænu á öðru en að leggjast með henni og er
13 Sbr. Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur,“ 35-36.
14 Roland Barthes (Fragments d’un discours amoureaux. París 1977, 20) telur að
hin óvirka þrá eftir því sem er fjarverandi geri karlmanninn kvenlegan.
15 Um formgerð brúðarleitarsagna, sjá Marianne E. Kalinke, Bridal-Quest Rom-
ance in Medieval Iceland. íþöku og Lundúnum 1990 (Islandica 46).