Skírnir - 01.04.2002, Page 107
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
101
varnarlaus þegar konungur kemur að honum. Hann er sérstæð
bjargvættur sem þarf reglulega að nema staðar og örvæntir þá ým-
ist eða veltir hlutskipti sínu fram og aftur fyrir sér (41). Afrek hans
virðast felast í að töfra alla sem hann hittir til að hjálpa sér, jafnvel
hinn illa gelding (58) og að lokum sjálfan Babýloníukonung (74).
I lýsingunni hér að framan hefur sjónarhornið verið hjá
Babýloníukonungi uns hann stendur með sverðið brugðið og
horfir á elskendurna í sænginni en einkum á Flóres sem er mjög
„fagr“ (68). Ekkert er sagt um útlit Blankiflúr, augu sögunnar
hvíla á Flóres með konungi þegar fram fer könnun á kynferði
Flóres; klæðum er flett af honum svo að konungur megi sjá hvers
kyns hann er.lé Hið holdlega er í sjónmáli í þessari sögu og í þessu
tilviki hinn fagri og nánast kynlausi karlmannslíkami. Jafnvel þeg-
ar konungur Babýlon stendur andspænis elskendunum í sænginni
áttar hann sig ekki á því hvers kyns Flóres sé og er kannski líkast-
ur áhorfanda á nútímatískusýningu þar sem langir og grannir lík-
amar hins fagra sýningarfólks eru nánast eins, hvort sem karl eða
kona er á sviðinu. Eins virðist vera með Flóres og Blankiflúr.
Reikna má með að karlmennskan komi fyrst í ljós þegar konung-
ur hefur skoðað kynfærin en það er ekki sagt, aðeins: „Nú sér
hann, at þetta er karlmaðr" (68). Þannig er eitt helsta spennu-
augnablik sögunnar eins konar læknisskoðun.
Líkami Flóres hefur áður komið við sögu. Sjálfsmorðstilraun
Flóres fyrr í sögunni er svo lýst að „hann hafði skipat knífinum
undir vinstri síðu sér á geirvprtu“ (24). Hér er vakin athygli á þeim
líkamshluta karls sem öðrum fremur tengist konum; geirvörtur
karla eru eins og vísun í brjóst kvenna.17 Þannig er vakin athygli á
16 Um hvernig horft er á karla í íslendingasögunum, sjá Ármann Jakobsson,
„Konungasagan Laxdæla," Skímir 172 (1998), bls. 358-60. Geta má þess að
margt bendir til þess að á miðöldum hafi önnur viðhorf verið til einkalífs en nú
er; bent hefur verið á að algengt hafi verið að menn böðuðu sig saman, svæfu í
sama herbergi eða sama rúmi og hefðu jafnvel mök fyrir framan aðra (Sjá Nor-
bert Elias, The Civilizing Process. Edmund Jephcott þýddi. Oxford 1994,
138-56, 174-75).
17 Geirvörtur koma einnig við sögu í Laxdæla sögu {íslenzk fornrit V. Einar Ól.
Sveinsson gaf út. Reykjavík 1934, 96) og þar þykir mikil skömm að sjáist í geir-
vörtur karlmanns berar (skilnaðarsök að mati Guðrúnar Ósvífursdóttur).