Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 109
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
103
þar sem sí og æ er ráðist gegn körlum með aðdróttunum um kven-
leika fyrir smávægilegustu „syndir".22 Tískan hefur þó oftast stað-
ið af sér gagnrýni eldri kynslóða.
Flóres er dæmi um nýja og vinsæla karlmannsímynd sem höfð-
aði mjög til kvenna: unglingariddarinn. Hinn viðkvæmi og nánast
kvenlegi æskumaður getur þó verið hetja og riddari sem verndar
konur og er í senn verndari þeirra og jafningi.23 Þó að í sögunni sé
látið sem ekkert sé er allnokkur uppreisn fólgin í slíkri hetju fyrir þá
sem vanari voru Agli Skalla-Grímssyni eða Gunnari á Hlíðarenda.
5. Leikur að læra
I Flóres sögu og Blankiflúr er útlitið höfuðatriði og viðbrögð
manna skipta miklu máli. I sögunni er mikilvægt hvað sést. Utlit,
klæði og framkoma skipta riddarann höfuðmáli, enda má segja að
allir beri grímu í hæversku samfélagi miðalda. Hegðun manna er
eins konar gervi þar sem gleði og hógværð skipta miklu máli.
Flóres og Blankiflúr falla vel að þessu þar sem þau eru jafnlynd og
njóta lífsins þegar því verður við komið. Þó að skilnaðurinn valdi
þeim hryggð eru þau fljót að taka gleði sína þegar þau finnast á ný.
I öllu atferði sínu eru þau hvers manns hugljúfi, rétt eins og móð-
ir Blankiflúr sem „gerði sér hvern mann at vin“ í Aplesborg þó að
hún væri þar fangi (5).24
guage and Models of Interpretation in tbe Eleventb and Twelfth Centuries.
Princeton, N.J. 1983, 481-83; McNamara, „The Herrenfrage", 9.
22 Sbr. Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur.“ Meðal helstu ritgerða um þetta
efni eru: Folke Ström, „Nid och ergi,“ Saga och sed (1972), 27-47; Helga Kress,
„Ekki hgfu vér kvennaskap. Nokkrar laustengdar athuganir um karlmennsku
og kvenhatur í Njálu,“ Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakohi Benediktssyni 20. júlí
1977. Einar G. Pétursson og Jónas Kristjánsson ritstýrðu. Reykjavík 1977,
293-313; Preben Meulengracht Sorensen, Norront nid: Forestillingen orn den
umandige mand i de islandske sagaer. Óðinsvéum 1980; Kari Ellen Gade,
„Homosexuality and Rape of Males in Old Norse Law and Literature,"
Scandinavian Studies 58 (1986), 124—41; Kirsten Wolf, „Klæðskiptingar í Is-
lendingasögunum," Skírnir 171 (1997), 381—400; Else Mundal, „Androgyny as
an image of chaos in Old Norse mythology," Maal og minne (1998), 1-9.
23 Um sköpun þessarar myndar, sjá Jaeger, The Origins of Courtliness, 195-272.
24 Þannig áttu vitaskuld sannir riddarar að hegða sér eins og ýmis dæmi eru um í
íslenskum riddarasögum, t.d. er Tristram svo lýst í Tristrams sögu: „Tristram