Skírnir - 01.04.2002, Side 113
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
107
6. Tvísýn veröld
I Flóres sögu og Blankiflúr er ástinni lýst sem holdlegri og þó barns-
legri. Karlinn í sögunni er kvenlegur í útliti og hegðun en þó hetja
sem í lokin vinnur sigur í riddaralegri hólmgöngu. Elskendurnir eru
sem systkin. Kristni er boðuð en hetjan tekur þó fyrst og fremst
kristni til að fá að sofa hjá konu sinni. Síðast en ekki síst er siðaboð-
skapur sögunnar fléttaður við léttúð og gamansemi í sögunni allri.
Eins og gjarnan í gamansögum gegna blekkingar miklu hlutverki,
fyrst blekkir drottning konung til að þyrma lífi Blankiflúr (11-12,
14) en sú blekking kallar á aðra blekkingu, Flóres er sagt að Blanki-
flúr sé látin og móðir Blankiflúr tekur þátt í leiknum (21).
Enn fremur skapar hin skáldlega skýringarhvöt tvísæi í sög-
unni: „En svá sem konungr varð feginn fyrst, svá varð hann nú
ófeginn ok tók at lasta ráð dróttningar, ok M marka vildi hann til
gefa, at aldri hefði þau hana selda, ok allt þat er hann tók fyrir
hana“ (27). Það er ekki laust við að hér brosi höfundur og hlýð-
endur út í annað yfir þessum snöggu skiptum á skapi föðurins.30
Faðir Flóres er enginn ofurbófi heldur afar mannlegur, iðrast nú
eigin fólskuverka án þess að þora að gangast við þeim og lýsir allri
ábyrgð á hendur konu sinni sem hafði þó aðeins ráðið honum að
selja Blankiflúr í þrældóm til að bjarga lífi hennar. Þannig geta öfg-
ar sögunnar snúist í þróaða gamansemi.
Sagan tekur nú á sig enn fáránlegri mynd. Eftir tilfinninga-
þrungið samtal þeirra feðga, þar sem Felix konungur skorar á
Flóres að fara ekki en Flóres er öruggur í sinni ætlan, fara þeir að
ræða fararbúnað og það mjög ítarlega:
ek vil, at þú fáir mér VII fatahesta, ok hafi II klyfjar af gulli ok góðum
silfrkerum ok silfrdiskum, enn þriði af mótuðum peningum, enn fjórði
ok enn fimti af enum beztum klæðum, er þú finnr, en enn sétti ok enn
sjaundi af safalaskinnum ok marðskinnum, ok VII menn at fylgja þeim,
ok aðra VII menn ríðandi, þá er varðveita hesta vára ok kaupi sér mat; ok
herbergissvein þinn látir þú fylgja mér, þvíat hann kann vel góð ráð at gefa
ok kaupa ok selja. (28)
30 Hér er eðli málsins samkvæmt átt við innbyggðan höfund (söguhöfund) og
innbyggða hlýðendur.