Skírnir - 01.04.2002, Page 117
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
111
grúi hefðbundinna minna séu í sögunni er ekki eins með þau far-
ið og í öðrum sögum. Hetjan þarf aðeins að berjast einu sinni, fell-
ur ítrekað í öngvit, grætur og heldur langar ræður, veltir fyrir sér
hlutskipti sínu fram og aftur og hefur enga rænu á að bjarga sér
heldur bjargast einkum fyrir tilviljun og hjálp annarra. Hann er
skegglaus og þekkist vart frá konum. Hann þroskast ekkert og
tekur aðeins kristni til að fá að njóta konu sinnar. I stuttu máli er
Flóres eins og unglingur, aðlaðandi en sjálfhverfur og hann þrosk-
ast ekkert í sögunni.
Sagan gerist í fjarlægu landi og er á svipaðan hátt og ævintýri
fjarlæg söguhlýðendum í tíma og rúmi. Sú fjarlægð veldur að
ekki er unnt að hafa samúð með persónunum, öðrum en Flóres
og Blankiflúr. Allmargar persónur eru nafnlausar og þeim er
sjaldan lýst. Þá rúmast það innan ramma ævintýrisins hve oft frá-
sögnin rambar á barmi fáránleikans; ævintýri fara iðulega upp að
mörkum hins harmræna og hins fáránlega. Eigi að síður hafa æv-
intýri jafnan samfélagslegt gildi sem er þá miðlað á táknrænan
hátt.33
En hvað má lesa um samfélagið úr Flóres sögu? Tvísýni sög-
unnar er til marks um að gjalda skuli varhug við því sem sýnist.
Táknmál hennar, öfgar í hegðun og útliti og lærðar útleggingar
leiða þó allt að einu. Flóres saga er uppreisnarsaga. Hún lýsir upp-
reisn ungu kynslóðarinnar gegn hinni gömlu. Sú uppreisn gerist í
ást, gildi unglinganna vinna sigur á gildum foreldranna. Þrátt fyrir
ungæðisháttinn er hamingjan þeirra megin.34
33 Sjá Bengt Holbek, Tolkning af trylleeventyr. Kaupmannahöfn 1989, 88-91;
Bengt Holbek, Interpretation of Fairy Tales. Danish Folklore in a European
Perspective. Helsinki 1987, 187-218. Sbr. Max Lúthi, The European Folktale:
Form and Nature. John D. Niles þýddi. [2. útg.] Bloomington og Indianapolis
1986.
34 Birte Carle (Romanen om Floire og Blancheflor: Blomst og Hvidhlomst. Kaup-
mannahöfn 1979, 67) bendir á að hegðun Flóres sé ekki að öllu leyti í samræmi
við viðtekin gildi þess samfélags sem sagan á að gerast í. Á hinn bóginn er ég
ekki jafnviss og hún um að sagan styrki karlmennskuímyndir („den mandlige
tilhorer kan fá sig selv bekræftet i sin maskulinitet") (71). R. Howard Bloch
(Etymologies and Genealogies. A Literary Anthropology of the French Middle
Ages. Chicago og Lundúnum 1986, 108-58) hefur nokkuð hugað að ástinni
sem uppreisnarafli á hámiðöldum.