Skírnir - 01.04.2002, Page 118
112
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Um leið er lýst nýjum heimi þar sem sambönd karla eru ekki í
öndvegi eins og víðast í miðaldasögum.35 Þvert á móti eru Flóres
og Blankiflúr næg hvort öðru. Flóres er ný tegund karlmanns sem
er andstæð þeirri hetjuímynd sem birtist til að mynda í Islendinga-
sögum og fornaldarsögum þar sem hetjan er ýmist öðrum mönn-
um sterkari eða stilltari. I Flóres sögu er karlinn kynferðislegt við-
fang, hann er fagur eins og kona og hegðar sér svipað. Flóres og
Blankiflúr eru jafningjar. Sögunni lýkur á að karlinn tekur kristni
og fylgir sið konunnar. Það eru svo sannarlega óvænt endalok á
ævintýrasögu.
I Flóres sögu og Blankiflúr takast á gamalt og nýtt, átök kristni
og heiðni eru sætt og hefðbundin kynhlutverk eru höfð í flimting-
um. I þessari æskusögu birtist óþreyja nýrrar kynslóðar sem
hirðir lítt um gömul gildi og tekur ekkert hátíðlega nema ástina.
Konungar, þing og trúarbrögð eru einskis virði; ástin er það sem
máli skiptir.
Summary
Medieval Icelandic literature consists both of original works and translations,
although the latter have received much less scholarly attention. This article
addresses a translated ‘saga’, not as a translation but rather from the point of view
of an Icelandic medieval audience. Flóres saga ok Blankiflúr is a translation of a
French romance on the love between foster siblings who discover their feelings by
reading the works of Ovid. In many respects, this love story is unusual for its time,
at least from an Icelandic point of view. It does not concern illicit love, it is explic-
itly carnal, and the masculine hero is excessively sentimental and even feeble in his
quest. The protagonists are juveniles rather than adults and the author argues that
this is one reason for their behaviour. I argue that the saga can be read, and might
have been seen, as rebellious in its treatment of its theme, presenting it from a
youthful point of view.
35 Sbr. Simon Gaunt, Gender and genre in medieval French literature. Cambridge
1995.