Skírnir - 01.04.2002, Page 119
SKÍRNISMÁL
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
Draumsýn eða nauðsyn?
Hugmyndir Jiirgens Habermas um framtíb Evrópu^
Það hefur löngum verið eftirlætisiðja íslendinga að skilgreina
þjóðareinkenni sín. Á undanförnum árum hafa rannsóknir á þjóð-
ernishyggju einnig færst í vöxt. Viðfangsefni mitt er ekki hug-
myndir íslendinga um þjóðerni sitt. Þess í stað langar mig til að
spyrja hver við höldum okkur vera og hver við viljum vera í víð-
ara samhengi en því sem varðar eina þjóð. Hver erum við í Evr-
ópu? Hvað merkir það að við teljum okkur vera Evrópubúa?
Hvað er Evrópa? Hvers konar „ímyndað samfélag" er hún, svo ég
vitni í hugmyndir Benedicts Anderson um tilurð og mótun þjóð-
ríkja?1 2 Þýski heimspekingurinn Jurgen Habermas fæst við þessar
spurningar í nýlegum skrifum sínum. Það sem vakir fyrir
1 Greinin er byggð á erindi sem ég hélt hjá Sagnfræðingafélagi íslands 22. janúar
sl. í fyrirlestraröðinni „Þjóð-(ó)þjóð“. Ég þakka Ágústi Árnasyni, Birnu Braga-
dóttur og Vali B. Antonssyni yfirlestur og ábendingar og Lydiu Voroninu sam-
ræður um efnið.
2 Sjá Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and
Spread of Nationalism, Lundúnum: Verso Books, 1991, um tilurð og mótun
þjóðernishyggju. Skv. kenningu Andersons er sú merking sem við gefum tiltek-
inni „þjóð“ samtíningur auðkenna og eiginleika sem er sóttur í sameiginlegan
uppruna sem er gert ráð fyrir, sögu og tungumál. Hin táknræna mótun þjóðar er
það sem gerir ríki að þjóðríki. Þjóðin er menningarlegur samnefnari eða sameig-
inleg sjálfsmynd borgara ríkisins. Og svo virðist sem þessi táknræna myndun
þjóðríkis á 19. öld og snemma á þeirri 20. hafi gerst á líkan hátt víða um lönd.
Samanburðarrannsóknir Sigríðar Matthíasdóttur á tilurð þjóðarímyndar meðal
Tékka og íslendinga á tímum sjálfstæðisbaráttu hafa til dæmis sýnt að það hefur
verið margt líkt með þjóðarímynd og þjóðernishyggju þessara tveggja þjóða.
Þjóðernið er því ekki alltaf til marks um sérstöðu þessara þjóða, eins og Sigríð-
ur segir, heldur „getur það þvert á móti verið sönnun þess að íslendingar og ‘út-
lendingar’ eru um margt ákaflega líkir." Sigríður Matthíasdóttir, „Líkindi í þjóð-
ernishugmyndum íslendinga og Tékka“, Lesbók Morgunbladsins, 17. nóvember
2001, 9.
Skírnir, 176. ár (vor 2002)