Skírnir - 01.04.2002, Page 121
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN?
115
svo megi verða vill hann gera Evrópusambandið að lýðræðisríkja-
sambandi sem hefur sig upp yfir einstök þjóðríki. Vissulega muni
einstök þjóðríki þar með afsala sér enn meira af fullveldi sínu til
þessa ríkjasambands en þau hafa hingað til gert, en það muni hins
vegar ekki leysa þjóðríkin sjálf af hólmi. Þetta á því að verða sam-
veldi fullvalda ríkja.6
Að baki þessari hugmynd Habermas búa fornar og nýjar
draumsýnir heimspekinga um ríki heimsborgara. Forngrikkir,
einkum stóuspekingar, ólu með sér drauma um heimsborgara sem
tilheyrðu samfélagi allra manna vegna þess að allir menn ættu
hlutdeild í hinni algildu skynsemi og væru hver öðrum háðir. Þess
vegna töldu fornir spekingar fyrstu þegnskyldu okkar vera gagn-
vart siðferðilegu samfélagi byggðu á mennsku allra manna.7 Á síð-
ari tímum átti Immanuel Kant sér áþekkan draum um „ríki mark-
miðanna", þar sem allir menn væru virtir vegna mennsku sinnar.8
Á sviði alþjóðastjórnmála vonaði Kant að þessi draumur gæti ræst
ef ólíkar þjóðir tækju sig saman og kæmu á fót ríki heimsborgara.
6 Ég þakka Sigurði Líndal fyrir þá tillögu að þýða „Föderation" sem samveldi. í
þessu samhengi evrópsks ríkjasambands merkir samveldi ekki sama og „comm-
onwealth" sem hefur einnig stundum verð þýtt sem samveldi.
7 Auk þessa skilnings er til skýring á heimsborgarahyggju sem er öllu frumspeki-
legri. Heimsborgari er alheimsborgari; hann skilur og virðir lögmál alheimsins,
en skv. heimssýn hinna fornu spekinga er alheimurinn samrtemd heild þar sem
hver hlulur á sér sinn rétta stað. Lögmál um hvað sé rétt, gott og fagurt eru í
samræmi við heildarskipan alheimsins. Ef maðurinn ber skynbragð á þessi lög-
mál alheimsins og hegðar sér í samræmi við þau er hann borgari alheimsins. Sjá
t.d. Platon, Gorgías, 508 a, í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, Hið íslenska
bókmenntafélag, 1977,161. Stóumenn settu einnig fram hugmyndir um náttúru-
legar siðareglur (sem eru hluti af lögmáli alheimsins) sem tækju ekkert mið af
fæðingarstað og þjóðerni. Sá sem virðir þær er „kosmopolites“ og býr í heims-
borginni. Ég þakka Svavari Hrafni Svavarssyni fyrir þessar ábendingar um
heimsborgarahyggju stóumanna.
8 „Því að skynsemisverur eru allar seldar undir lögmálið að hver og ein þeirra eigi
aldrei að koma fram við sjálfa sig og allar hinar einungis sem tæki heldur ávallt
um leið sem markmið í sjálfum sér. Með þessum hætti verður til kerfi skynsem-
isvera sem stjórnast af hlutlægum lögmálum, þ.e. ríki. Þar sem þessi lögmál lúta
sérstaklega að tengslum slíkra vera hverrar við aðra sem markmið og leiðir þá má
kalla þetta ríki ríki markmiða (í rauninni einungis hugsjón.).“ Immanuel Kant,
Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, óbirt þýðing Guðmundar Heiðars
Frímannssonar.