Skírnir - 01.04.2002, Page 123
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN?
117
snýst um það hvort takist að tengja saman borgara Evrópu og
stofnanir evrópsks samveldis annars vegar og hvort takist að tengja
saman jaðra og miðju hins vegar.
Umfjöllun Habermas miðast við þau ríki sem eru þegar í Evr-
ópusambandinu eða eru umsækjendur um inngöngu í það. Áður
en vikið er að kenningum hans er því rétt að spyrja að hvaða leyti
aðkoma íslendinga að Evrópu sé sérstök á einhvern hátt og hvort
þessar kenningar um framtíð Evrópusambandsins eigi yfirleitt er-
indi til okkar. Því er til að svara að jafnvel þótt innganga Islands í
þetta samband „sé ekki á dagskrá" (eins og okkur er sagt) á um-
ræða Habermas vissulega erindi við okkur. Hér á Islandi stöndum
við frammi fyrir sömu áleitnu spurningunum um framtíð lýðræð-
is á tímum hnattvæðingar og önnur Evrópuríki.13 Það er því í
hæsta máta bagalegt hve lítilmótleg Evrópuumræða hefur verið
hér á landi á undangengnum áratug.
Guðmundur Hálfdanarson hefur reynt að skýra orsakir þeirr-
ar tregðu sem hér hefur ríkt til að ræða Evrópumál. I bók sinni Is-
lenska þjóðríkið: uppruni og endimörk segir hann ástæðu hennar
vera skort á hefð til að ræða þessi mál vegna þess að „orðræða ís-
lenskra stjórnmála“ sé „sprottin úr jarðvegi þjóðfrelsisbaráttunn-
ar “14 pyrjr utan menningarsögulegar skýringar á borð við þessa
hefur gallhörð gæsla í þágu vissra hagsmuna einnig átt sök á því að
Evrópumál hafa að drjúgum hluta til legið í láginni.15 En burtséð
frá þessari forsögu málsins tel ég að Islendingar hafi einmitt engu
að síður svolítið sérstakar hugarfarslegar forsendur til að þróa
með sér yfirþjóðlega vitund og heimsborgarahyggju. Mér hefur
oft fundist að samanborið við stórþjóðir bjóði smáþjóð á borð við
þá íslensku upp á opna og víða fremur en þrönga þjóðernisvitund.
Eybyggjar eins og við eru áhugasamir um það sem er að gerast
annars staðar í heiminum og oft móttækilegri fyrir áhrifum og
13 Sjá greinaflokkinn, Framtíð lýðrœðis d tímum hnattvœðingar, Hjálmar Sveins-
son og Irma Erlingsdóttir (ritstj.), ReykjavíkurAkademían og Bjartur, 2000.
14 Guðmundur Hálfdanarson, íslenska þjóðríkið: uppruni og endimörk, Hið ís-
lenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, 2001, 251.
15 Sjá grein Þorvalds Gylfasonar, „Flokkurinn lengi lifi“, í Lesbók Morgunblaðs-
ins, 2. mars 2002, 3.