Skírnir - 01.04.2002, Síða 126
120
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
þess. En auk þess kemur til upplausn á öðrum sviðum. í kjölfar
breyttra vinnu- og lífshátta á 20. öld hafa hefðbundin lífsmynst-
ur vikið fyrir nýjum. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar með ný
lífsmynstur og þau hafa boðið upp á ný tækifæri, en um leið kost-
að dýrar fórnir.21 Fjölskyldutengsl hafa t.d. orðið losaralegri í
kjölfar nýrrar tegundar af nokkurs konar nútímalegri „hirðingja-
menningu". Æ algengara er að fólk flytji milli staða og flakki um
heiminn áður en það sest einhvers staðar að. Það getur valdið
þeim þjáningu og rótleysi sem ekki geta fundið sér samastað, eins
og t.d. flóttamenn sem ekki fá landvistarleyfi eða þegnréttindi.
Eigi fólk frjálst val getur hirðingjalíf verið þjálfun í víðsýni og
umburðarlyndi, liður í menntun og starfsþjálfun einstaklinga og
stuðlað að fjölbreyttara lífi og starfi, og verður þannig ein megin-
stoð í uppbyggingu þekkingarsamfélagsins.22 Hvað innflytjenda-
menningu samtímans áhrærir þá geta heimamenn orðið heims-
borgaralegri í viðhorfum sínum af kynnum við innflytjendur frá
framandi menningarheimum. Upprunaleg menning innflytjenda
heldur líka áfram að þróast og dafna við áreiti frá menningu lands
sem þeir setjast að í.23 Mót menningarheima eru oftar en ekki far-
vegur fyrir sköpunarmátt einstaklinga og heimsborgaralega
sjálfsmynd. Ég vil ekki gera lítið úr þeim margvíslegu vandamál-
um sem koma upp við árekstra menningarheima. En við vitum
líka að menningarlegur margbreytileiki þarf ekki að enda í sundr-
ungu heldur getur hann verið forsenda nýs lífsmáta og umgjarð-
ar um líf fólks. Gróskan á þessum marglitu svæðum er þess vegna
mótvægi við hina svokölluðu „einsvæðingu“ sem hnattvæðing
undir merkjum Microsoft, MTV, Nike og CNN elur á. Neikvæð
og hræðslukennd viðbrögð við einsvæðingunni geta hins vegar
21 Sjá t.d. Richard Sennet, The Corrosion of Character: The Personal Con-
sequences ofWork in the New Capitalism, New York: Norton & Co., 2000.
22 Sjá Rosi Braidotti, Nomad Subjects, New York: Columbia University Press,
1994 og Metamorphosis. Towards a Materialist Theory of Becoming, Lundún-
um: Polity, 2001.
23 Daniel Miller (ritstj.), Worlds Apart. Modernity through the Prism of the Local,
Lundúnum: Routledge, 1995 (einkum inngangurinn: „Anthropology, modern-
ity and consumption").