Skírnir - 01.04.2002, Page 128
122
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
jákvæðu afstöðu nýfrjálshyggjusinna til hnattvæðingar efnahags-
lífsins og minni afskipta stjórnmála eiga sér djúpar rætur í evr-
ópsku gildismati. Þar sem hann vill viðhalda þessu gildismati lýs-
ir hann sjálfum sér, og þeim sem eru sömu skoðunar, sem íhalds-
mönnum andspænis nýfrjálshyggjunni, sem með réttu má kalla
róttæku hreyfinguna í evrópskri samtímapólitík. Áður en ég vík
að hinu evrópska gildismati, sem er kjarninn í trú Habermas á evr-
ópska lýðræðis- og samstöðuvitund, vil ég drepa stuttlega á grein-
ingu hans á afstöðu nýfrjálshyggju til hnattvæðingar.
Habermas sundurgreinir samfélagslíkan nýfrjálshyggjunnar í
fjóra þætti. I fyrsta lagi telur hann það byggjast á sýn á manninn
sem skynsama athafnaveru, sem geri út á sinn eigin mannauð.
Maðurinn verði að reka líf sitt eins og einkafyrirtæki og verða
„ábyrgur áhættutaki". I öðru lagi byggist nýfrjálshyggja á samfé-
lagslegri og siðferðilegri hugmynd um „samfélag eftir jafnaðar-
hyggju“ (postegalitdr), þ.e.a.s. samfélag sem ekki er byggt á jöfn-
uði og sætti sig við jaðranir og útilokanir. I þriðja lagi byggist ný-
frjálshyggja á hagfræðilegri mynd af lýðræði sem smætti ríkis-
borgara í þátttakendur í markaðssamfélagi og á endurskilgrein-
ingu á ríkinu sjálfu sem þjónustufyrirtæki fyrir skjólstæðinga sína
og viðskiptavini. I fjórða og síðasta lagi haldi nýfrjálshyggjan því
fram að besta pólitíkin sé sú sem geri sjálfa sig óþarfa.25
Þetta eru hornsteinar heimsmyndar sem Habermas telur ekki
samræmast þeim siðferðilega sjálfsskilningi Evrópubúa sem hing-
að til hefur verið ráðandi. Þá er ég komin að hugmynd Habermas
um hvaða sjálfsskilningur það sé, en hann er einmitt grundvöllur
þess sem hann telur að geti haldið Evrópubúum saman.
Hvað getur haldið hinum ósamstæða hópi Evrópubúa samani
„Evrópa“, skrifar Habermas, „er miklu meira en markaður. Evr-
ópa er samfélagslíkan sem hefur þróast í sögunnar rás“.2é Þegar
upp er staðið er ekki ólíklegt að ákvörðun um aðild íslands að
25 Jiirgen Habermas, „Braucht Europa eine Verfassung?“, 112.
26 Sama rit, 108.